Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 27. janúar 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé fram á spennandi tíma," segir Grétar Rafn Steinsson. KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum var meðal annars kynning frá Grétari sem er tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn var fyrr í þessum mánuði ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða en Grétar útilokar ekki að vera lengur í starfi.

„Ef ég fer eftir sex mánuði er ég ekki farinn, ég verð KSÍ innan handar. Í augnablikinu ætlum við að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að taka yfir næstu sex mánuði. Það eru stórir hlutir sem við erum að setja af stað." sagði Grétar í viðtali við Fótbolta.net.

Á fundinum kynnti Grétar Rafn sitt starf fyrir KSÍ nánar, en á meðal helstu verkefna hans eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að þetta væri ákveðinn þáttur í fótboltanum sem þörf var á að bæta innan sambandsins.

Á fundinum fór Grétar stuttlega yfir starf sitt hjá Fleetwood og síðan með Everton en í vetur lét hann af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Það er margt gott í gangi í íslenskum fótbolta og við þurfum að byggja til framtíðar. Það eru núna aðrar hliðar sem við erum að bæta í, koma með aðrar hugmyndir og hugsunarhátt til að fá betri umgjörð," segir Grétar.

„Það er margt að gerast í enska fótboltanum og um allan heim sem við getum nýtt okkur. Það eru ákveðin tæki og tól sem við getum nýtt okkur og einnig ákveðinn hugsunarháttur og skipulag."

„Þetta er starf sem er komið til að vera og hjálpar öllum innan sambandsins og á að hjálpa félögum á landinu líka. Við verðum að byrja smátt, byrja að auka umgjörðina innan KSÍ og svo teygja anga okkar út í félagsliðin. Þau sem vilja taka þátt geta gert það, við getum ekki stjórnað félagsliðunum en veitt þeim sem vilja hugmyndir og lausnir," segir Grétar Rafn.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner