Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 27. janúar 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé fram á spennandi tíma," segir Grétar Rafn Steinsson. KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum var meðal annars kynning frá Grétari sem er tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn var fyrr í þessum mánuði ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða en Grétar útilokar ekki að vera lengur í starfi.

„Ef ég fer eftir sex mánuði er ég ekki farinn, ég verð KSÍ innan handar. Í augnablikinu ætlum við að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að taka yfir næstu sex mánuði. Það eru stórir hlutir sem við erum að setja af stað." sagði Grétar í viðtali við Fótbolta.net.

Á fundinum kynnti Grétar Rafn sitt starf fyrir KSÍ nánar, en á meðal helstu verkefna hans eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að þetta væri ákveðinn þáttur í fótboltanum sem þörf var á að bæta innan sambandsins.

Á fundinum fór Grétar stuttlega yfir starf sitt hjá Fleetwood og síðan með Everton en í vetur lét hann af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Það er margt gott í gangi í íslenskum fótbolta og við þurfum að byggja til framtíðar. Það eru núna aðrar hliðar sem við erum að bæta í, koma með aðrar hugmyndir og hugsunarhátt til að fá betri umgjörð," segir Grétar.

„Það er margt að gerast í enska fótboltanum og um allan heim sem við getum nýtt okkur. Það eru ákveðin tæki og tól sem við getum nýtt okkur og einnig ákveðinn hugsunarháttur og skipulag."

„Þetta er starf sem er komið til að vera og hjálpar öllum innan sambandsins og á að hjálpa félögum á landinu líka. Við verðum að byrja smátt, byrja að auka umgjörðina innan KSÍ og svo teygja anga okkar út í félagsliðin. Þau sem vilja taka þátt geta gert það, við getum ekki stjórnað félagsliðunum en veitt þeim sem vilja hugmyndir og lausnir," segir Grétar Rafn.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner