Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 27. janúar 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé fram á spennandi tíma," segir Grétar Rafn Steinsson. KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum var meðal annars kynning frá Grétari sem er tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn var fyrr í þessum mánuði ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða en Grétar útilokar ekki að vera lengur í starfi.

„Ef ég fer eftir sex mánuði er ég ekki farinn, ég verð KSÍ innan handar. Í augnablikinu ætlum við að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að taka yfir næstu sex mánuði. Það eru stórir hlutir sem við erum að setja af stað." sagði Grétar í viðtali við Fótbolta.net.

Á fundinum kynnti Grétar Rafn sitt starf fyrir KSÍ nánar, en á meðal helstu verkefna hans eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að þetta væri ákveðinn þáttur í fótboltanum sem þörf var á að bæta innan sambandsins.

Á fundinum fór Grétar stuttlega yfir starf sitt hjá Fleetwood og síðan með Everton en í vetur lét hann af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Það er margt gott í gangi í íslenskum fótbolta og við þurfum að byggja til framtíðar. Það eru núna aðrar hliðar sem við erum að bæta í, koma með aðrar hugmyndir og hugsunarhátt til að fá betri umgjörð," segir Grétar.

„Það er margt að gerast í enska fótboltanum og um allan heim sem við getum nýtt okkur. Það eru ákveðin tæki og tól sem við getum nýtt okkur og einnig ákveðinn hugsunarháttur og skipulag."

„Þetta er starf sem er komið til að vera og hjálpar öllum innan sambandsins og á að hjálpa félögum á landinu líka. Við verðum að byrja smátt, byrja að auka umgjörðina innan KSÍ og svo teygja anga okkar út í félagsliðin. Þau sem vilja taka þátt geta gert það, við getum ekki stjórnað félagsliðunum en veitt þeim sem vilja hugmyndir og lausnir," segir Grétar Rafn.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner