Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fim 27. janúar 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé fram á spennandi tíma," segir Grétar Rafn Steinsson. KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum var meðal annars kynning frá Grétari sem er tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn var fyrr í þessum mánuði ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða en Grétar útilokar ekki að vera lengur í starfi.

„Ef ég fer eftir sex mánuði er ég ekki farinn, ég verð KSÍ innan handar. Í augnablikinu ætlum við að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að taka yfir næstu sex mánuði. Það eru stórir hlutir sem við erum að setja af stað." sagði Grétar í viðtali við Fótbolta.net.

Á fundinum kynnti Grétar Rafn sitt starf fyrir KSÍ nánar, en á meðal helstu verkefna hans eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að þetta væri ákveðinn þáttur í fótboltanum sem þörf var á að bæta innan sambandsins.

Á fundinum fór Grétar stuttlega yfir starf sitt hjá Fleetwood og síðan með Everton en í vetur lét hann af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Það er margt gott í gangi í íslenskum fótbolta og við þurfum að byggja til framtíðar. Það eru núna aðrar hliðar sem við erum að bæta í, koma með aðrar hugmyndir og hugsunarhátt til að fá betri umgjörð," segir Grétar.

„Það er margt að gerast í enska fótboltanum og um allan heim sem við getum nýtt okkur. Það eru ákveðin tæki og tól sem við getum nýtt okkur og einnig ákveðinn hugsunarháttur og skipulag."

„Þetta er starf sem er komið til að vera og hjálpar öllum innan sambandsins og á að hjálpa félögum á landinu líka. Við verðum að byrja smátt, byrja að auka umgjörðina innan KSÍ og svo teygja anga okkar út í félagsliðin. Þau sem vilja taka þátt geta gert það, við getum ekki stjórnað félagsliðunum en veitt þeim sem vilja hugmyndir og lausnir," segir Grétar Rafn.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner