Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
   fim 27. janúar 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Örn: Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna mót sem maður tekur þátt í og þú færð ekki mikið betri leik á þessum tímapunkti. Þetta er virkilega góður sigur," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar (já Stjörnunnar), eftir sigur gegn Breiðabliki í kvöld. Í ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Fótbolta.net mótinu en hann hefur á þessum árstíma spilað með KR í Reykjavíkurmótinu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

Óskar var spurður út í félagaskiptin í Stjörnuna. „Það kom ýmsilegt til en fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi. Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til en þetta fór svona og hingað er ég kominn og er glaður."

Það var talað um að Stjarnan hefði boðið Óskari tveggja ára samning, en KR einungis eins árs samning.

„Nei, snerist í sjálfu sér ekkert um það. Það er að mörgu að hyggja þegar maður tekur svona ákvörðun og þetta er bara ákvörðun sem ég tók og stend við. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en ég held að ég hafi talað við einhverja leikmenn hér áður en ég tók ákvörðun. Þetta eru auðvitað nýir þjálfarar sem leikmennirnir höfðu ekki haft áður. Ég átti aðallega samtöl við þjálfarana."

Ertu hrifinn af planinu hjá Gústa og Jökli? „Já, algjörlega. Við megum samt ekki fara fram úr okkur. Það er janúar en mér finnst við vera bara á fínu róli og góðri leið."

Í leiknum var Óskar að spila hægra megin á þriggja manna miðju þar sem einn djúpur miðjumaður var fyrir aftan.

„Já, það gæti alveg farið svo. Mér líður mjög vel í þessari stöðu, er bara að byrja spila hana og hingað til líst mér vel á það."

Hefur verið skrítið að klæðast bláu eftir að hafa verið lengi í hvítu og svörtu? „Já, það var skrítið í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf."

Er eitthvað í viðskilnaðinum við KR sem þú sérð eftir eða fór þetta eins vel og það gat farið? „Það var engin svaka dramatík þannig, ég skildi bara í góðu við alla og á góðu nótunum."

Ertu og verðuru áfram grjótharður KR-ingur? „Já, það er eins og það er. Ég er búinn að vera þarna nánast allan minn feril. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en nú er ég í Stjörnunni og ég er fókuseraður á það," sagði Óskar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Sjá einnig:
Óskar Örn: Vildi víkka sjóndeildarhringinn (13. nóv '21)
Athugasemdir
banner
banner
banner