Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir valinn í stjórn Molde: Er afar stoltur
Birnir (lengst til vinstri) ásamt tveimur nemendum sem hann leiðbeindi. Nemendurnir voru heiðraðir af Molde fyrir bestu Bachelor-ritgerðina sem valin er af félaginu ár hvert.
Birnir (lengst til vinstri) ásamt tveimur nemendum sem hann leiðbeindi. Nemendurnir voru heiðraðir af Molde fyrir bestu Bachelor-ritgerðina sem valin er af félaginu ár hvert.
Mynd: Panorama - HiMolde
Íslendingar eiga fulltrúa í stjórn norska úrvalsdeildarfélagsins Molde. Fyrr í þessari viku var Birnir Egilsson valinn í stjórn félagsins.

Hans hlutverk felst í því að vera stjórnarformaður grasrótarstarfs Molde fotballklubb og stjórnarmeðlimur aðalstjórnar Molde fotballklubb.

„Ég er afar stoltur að klúbburinn hafi haft samband við mig og að mér sé treyst fyrir þessu hlutverki. Þetta er afskaplega spennandi tækifæri að takast á við, sérstaklega í ljósi þess að Molde FK er einn af stærstu klúbbum (félögum) í norður Evrópu. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku í rekstri klúbbsins og miklar kröfur gerðar til þess að klúbburinn sé framarlega á öllum vígstöðum," segir Birnir við Fótbolta.net.

Birnir er búsettur í Molde og er Dr. í Sport Management við Háskólann í Molde. „Ég skrifaði doktorsritgerð um rekstur evrópskra knattspyrnuklúbba. Þar var Molde fotballklubb einn af fleiri klúbbum sem að ég rannsakaði," segir Birnir.

„Ég hef verið viðloðinn klúbbinn frá því við fluttum hingað árið 2011; á þrjá drengi sem spila með félaginu, hef verið þjálfari síðustu ár og hef unnið að margvíslegum verkefnum með klúbbnum í gegnum stöðu mína við háskólann."

Molde er ríkjandi deildarmeistari í Noregi og hefur alls unnið norsku úrvalsdeildina fjórum sinnum. Þar af vann Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri Manchester United, norsku úrvalsdeildina sem þjálfari Molde 2011 og 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner