Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Helgi Kolviðs þjálfar Pfullendorf út tímabilið (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands og samherji Jürgen Klopp hjá Mainz, er tekinn við þjálfarastarfinu hjá þýska félaginu SC Pfullendorf.

Helgi hefur starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá Pfullendorf undanfarin ár, en hann hóf atvinnumannaferilinn sinn þar 1995 og lauk honum einnig þar tólf árum síðar, eftir að hafa flakkað víða um. Hann var ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá Pfullendorf eftir að hafa lagt skóna á hilluna 2007.

Helgi starfaði stutt sem bráðabirgðaþjálfari liðsins en gat ekki tekið við stjórnartaumunum vegna þess að hann skorti þjálfaragráðu frá UEFA. Hann hélt því áfram sem aðstoðarþjálfari næstu tvö ár og tók við félaginu 2010 þegar hann hafði lokið þjálfaranáminu.

Helgi gerði frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Pfullendorf og var ráðinn til Austria Lustenau í næstefstu deild austurríska boltans, þar sem hann starfaði í þrjú ár áður en hann tók við SC Wiener Neustadt og síðar SV Ried. Helgi spilaði einnig fyrir Austria Lustenau á leikmannaferli sínum.

Eftir flakk sitt um Austurríki starfaði Helgi í tvö ár sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá íslenska landsliðinu frá 2016 til 2018. Hann var eftir það ráðinn sem aðalþjálfari hjá Liechtenstein í tvö ár.

Pfullendorf var í þriðju efstu deild þýska boltans þegar Helgi lagði skóna á hilluna 2007 en er núna í fallbaráttu í sjöttu efstu deild. Helgi fær það verkefni að slúa slæmu gengi við og reyna að forða liðinu frá falli. Stjórnendum tókst að sannfæra Helga um að taka við sem bráðabirgðaþjálfari út tímabilið eftir að Andreas Keller þjálfari var rekinn.

Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 umferð, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni og með leik til góða á næsta lið fyrir ofan.

Helgi er 53 ára gamall og lék 29 landsleiki fyrir Ísland frá 1996 til 2003.

Vísir greindi frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner