Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 27. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Grétar Snær hefur verið að stimpla sig inn.
Grétar Snær hefur verið að stimpla sig inn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH í Pepsi-deild karla er spáð 1. sæti í deildinni og þar með Íslandsmeistaratitlinum. Í dag er það miðjumaðurinn ungi Grétar Snær Gunnarsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Grétar Snær Gunnarsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Gressi er ekkert spes.

Aldur: 20 ára.

Hjúskaparstaða: Pikkföstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016þ

Uppáhalds drykkur: Pepsí maxi.

Uppáhalds matsölustaður: Saffran.

Hvernig bíl áttu: Á því miður ekki bíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones .

Uppáhalds tónlistarmaður: Alexander Jarl, er mikill fan af honum.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Davíð boxari LA eða Logi Geirsson, get bara ekki valið á milli þeirra.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þristur og svo nóg af hockey pulver.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pöntunin þín verður tilbúin eftir 10 mínútur.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þar sem ég hef skipt úr Haukum yfir í FH þá er ekkert lið sem ég gæti ekki spilað með.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég spilaði á móti Emre Mor sem er í Dortmund einu sinni, hann er ílla fljótur og erfiður.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pétur Jónsson fyrrum leikmaður FH.

Sætasti sigurinn: Ég myndi segja að vinna Rússa 2-1 og tryggja okkur í milliriðil í u17.

Mestu vonbrigðin: Milliriðillinn í u17.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Leyfa bjórsölu á leikjum til að fá alvöru stemmningu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Brynjar Sigþórsson ungur leikmaður í FH.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Emil Pálsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Erna Magg, væri í slæmum málum ef ég myndi segja eitthvað annað.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Held að allir séu annaðhvort giftir eða í sambandi annars væri það örugglega Kassim.

Uppáhalds staður á Íslandi: Fjörðurinn í Hafnarfirði, þar líður mér best.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þetta var FH- Haukar í 3 flokk yngra minnir mig og bæði lið fallin og seinasti leikur í mótinu, Dagur Óli vinur minn í markinu hjá FH fær svona háan bolta á sig og grípur hann en stekkur á leiðinni á stöngina og missir boltann inn, hann meiðist og þarf að fara útaf, leikurinn fer 1-0 og hann hefur ekki spilað leik síðan.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Ég fer í símann.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfunni á Íslandi.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas x

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Öllu fyrir utan íþróttir.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Frikki Dór með lagið í síðasta skipti, er ennþá í smá sjokki að það komst ekki í lokakeppnina.

Vandræðalegasta augnablik: Ekki neitt sem ég man

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Jonsson uppá að halda fjörinu uppi, Böðvar Böðvarsson útaf jafnaðargeðinu hans og svo einn skrítinn Hörð Inga Gunnarsson.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var einu sinni Íslandsmeistari í blaki.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: FH
Heimir Guðjóns: Höfum reynt að laga sóknarleikinn
„Cheick Tiote ætlaði að drepa mig út af Playstation fjarstýringu“
Athugasemdir
banner
banner