Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 9. janúar
FA Cup
Sheffield Utd - Cardiff City - 19:00
Everton - Peterboro - 19:45
Fulham - Watford - 19:45
WORLD: International Friendlies
Germany U-16 1 - 1 Portugal U-16
Germany U-17 1 - 1 Portugal U-17
Uruguay U-20 3 - 0 Bolivia U-20
Colombia U-20 - Peru U-20 - 22:00
Supercup
Real Madrid - Mallorca - 19:00
fim 27.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Cheick Tiote ætlaði að drepa mig út af Playstation fjarstýringu“

„Cheick Tiote, fyrrum miðjumaður Newcastle, ætlaði að drepa mig út af Playstation fjarstýringu. Ég hef aldrei komist jafn nálægt því að deyja og þá,“ segir Bjarni Þór Viðarsson, miðjumaður FH, þegar ég bið hann um að koma með áhugaverða sögu frá ferli sínum í atvinnumennsku erlendis. Bjarni fór ungur út í atvinnumennsku og lenti í ýmsum ævintýrum þar áður en hann kom heim í uppeldisfélagið FH fyrir sumarið 2015. Bíðum hins vegar aðeins með söguna af Tiote og byrjum á byrjuninni á atvinnumannaferli Bjarna.

Bjarni á barnafataverslunina Bíum Bíum.
Bjarni á barnafataverslunina Bíum Bíum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þegar ég var 18 ára þá skoraði fyrsta markið mitt með Everton í æfingaleik gegn Bournemouth.  Eftir leikinn þá fórum við allir á skemmtistað.  Alan Stubbs fór fyrir hönd liðsins og keypti dýrasta kampavínið og ég fékk flöskuna í gjöf fyrir fyrsta markið.
,,Þegar ég var 18 ára þá skoraði fyrsta markið mitt með Everton í æfingaleik gegn Bournemouth. Eftir leikinn þá fórum við allir á skemmtistað. Alan Stubbs fór fyrir hönd liðsins og keypti dýrasta kampavínið og ég fékk flöskuna í gjöf fyrir fyrsta markið.
Mynd/Getty Images
Moyes fékk Bjarna til Everton á sínum tíma.  ,,Ég vorkenni honum.  Það var mjög erfitt að taka við af Ferguson.  Hann breytti kannski aðeins of miklu hjá United.  Hann breytti öllu þjálfarateyminu og það var kannski of mikið.
Moyes fékk Bjarna til Everton á sínum tíma. ,,Ég vorkenni honum. Það var mjög erfitt að taka við af Ferguson. Hann breytti kannski aðeins of miklu hjá United. Hann breytti öllu þjálfarateyminu og það var kannski of mikið.
Mynd/Getty Images
Lenti í Cheick Tiote: „Einn daginn vorum við að spila Playstation í leikmannaherberginu hjá Twente og ég vildi ekki láta hann fá fjarstýringuna því ég ætlaði að spila annan leik. Þá var gæinn næstum búinn að drepa mig.
Lenti í Cheick Tiote: „Einn daginn vorum við að spila Playstation í leikmannaherberginu hjá Twente og ég vildi ekki láta hann fá fjarstýringuna því ég ætlaði að spila annan leik. Þá var gæinn næstum búinn að drepa mig.
Mynd/Getty Images
„Hann kom síðar og baðst afsökunar en ég passaði mig að vera ekki nálægt honum eftir þetta.  Ég var orðinn nokkuð góður í hollensku og hætti bara að mæta í hollensku tímana.“
„Hann kom síðar og baðst afsökunar en ég passaði mig að vera ekki nálægt honum eftir þetta. Ég var orðinn nokkuð góður í hollensku og hætti bara að mæta í hollensku tímana.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Langafi minn er Færeyingur þannig að amma mín er hálfur Færeyingur. Ég held að það sé erfitt að fá ríkisborgararétt og ég veit ekki með Davíð en ég hafði lítinn áhuga á þessu. Ég er Íslendingur og stoltur af þessum eina landsleik sem ég á sem og öllum þessum yngri landsliðum.“
„Langafi minn er Færeyingur þannig að amma mín er hálfur Færeyingur. Ég held að það sé erfitt að fá ríkisborgararétt og ég veit ekki með Davíð en ég hafði lítinn áhuga á þessu. Ég er Íslendingur og stoltur af þessum eina landsleik sem ég á sem og öllum þessum yngri landsliðum.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 „Það eru leikmannasamtök á Íslandi en þau eru ekki fjölmenn eða sterk. Eins og með tryggingar hjá leikmönnum. Flestir hjá FH eru bara að fá laun fyrir fótbolta og maður spyr sig hvað myndi gerast ef einhver myndi fá höfuðhögg í leik og þyrfti að hætta. Hvað myndi gerast þá?“
„Það eru leikmannasamtök á Íslandi en þau eru ekki fjölmenn eða sterk. Eins og með tryggingar hjá leikmönnum. Flestir hjá FH eru bara að fá laun fyrir fótbolta og maður spyr sig hvað myndi gerast ef einhver myndi fá höfuðhögg í leik og þyrfti að hætta. Hvað myndi gerast þá?“
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst Danirnir ekki skemmtilegir á Jótlandi.  Þeir eru ekkert alltof sáttir ef okkur Íslendingum gengur vel.  Kaupmannahöfn er eins og eitthvað allt annað land en Jótland.  Jótarar eru ekkert líkir okkur.
„Mér fannst Danirnir ekki skemmtilegir á Jótlandi. Þeir eru ekkert alltof sáttir ef okkur Íslendingum gengur vel. Kaupmannahöfn er eins og eitthvað allt annað land en Jótland. Jótarar eru ekkert líkir okkur.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Bræður berjast á æfingum: „Það hafa alveg verið slagsmál.  Þegar ég kom fyrst, árið 2015, þá var mikið af slagsmálum.  Boltinn hafði farið út af og þá sagði ég eitthvað við hann.
Bræður berjast á æfingum: „Það hafa alveg verið slagsmál. Þegar ég kom fyrst, árið 2015, þá var mikið af slagsmálum. Boltinn hafði farið út af og þá sagði ég eitthvað við hann.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Við gátum ekki neitt í leiknum og þeir voru mjög aggressívir.  Kiddi keyrði í mig og ég sagði eitthvað við hann.  Ég held að það hafi ekki verið neitt peningatengt en ég sagði eitthvað við hann.
„Við gátum ekki neitt í leiknum og þeir voru mjög aggressívir. Kiddi keyrði í mig og ég sagði eitthvað við hann. Ég held að það hafi ekki verið neitt peningatengt en ég sagði eitthvað við hann.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,,Ef þetta hefði ekki komið upp þá gæti ég séð mér fyrir að ég væri í góðu liði í Belgíu eða einhversstaðar.“
,,Ef þetta hefði ekki komið upp þá gæti ég séð mér fyrir að ég væri í góðu liði í Belgíu eða einhversstaðar.“
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Ég er stoltur af því að hafa verið fyrirliði U21 þegar við fórum í úrslitakeppnina og ég hef spilað með mörgum klúbbum. Ég hef verið með góða og lélega þjálfara, spilað á fullt af flottum völlum og lent í skemmtilegum atvikum. Það er fullt sem maður tekur út úr þessu.“
„Ég er stoltur af því að hafa verið fyrirliði U21 þegar við fórum í úrslitakeppnina og ég hef spilað með mörgum klúbbum. Ég hef verið með góða og lélega þjálfara, spilað á fullt af flottum völlum og lent í skemmtilegum atvikum. Það er fullt sem maður tekur út úr þessu.“
Mynd/Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
„Everton er til dæmis með aukastarfsmann sem sér meðal annars um að skoða dómara fyrir hvern einasta leik. Hann skoðar til dæmis hvort dómarar séu gjarnir á að dæma á peysutog og svo framvegis. Það er ótrúlegt hvað menn eru farnir að skoða þetta mikið.“
„Everton er til dæmis með aukastarfsmann sem sér meðal annars um að skoða dómara fyrir hvern einasta leik. Hann skoðar til dæmis hvort dómarar séu gjarnir á að dæma á peysutog og svo framvegis. Það er ótrúlegt hvað menn eru farnir að skoða þetta mikið.“
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
John Ruddy elskar Ísland.  „Hann kom líka til Íslands fyrir tveimur árum og gjörsamlega elskaði það. Hann tók gullna hringinn og svo fórum við í miðnæturgolf hjá Keili. Hann talar ekki um annað síðan þá og vill ólmur koma aftur í golf.
John Ruddy elskar Ísland. „Hann kom líka til Íslands fyrir tveimur árum og gjörsamlega elskaði það. Hann tók gullna hringinn og svo fórum við í miðnæturgolf hjá Keili. Hann talar ekki um annað síðan þá og vill ólmur koma aftur í golf.
Mynd/Getty Images
,,Við erum með verslunina í Síðumúlanum og þetta hefur gengið mjög vel.  Við bjóðum upp á góða þjónustu og góðar vörur auk þess sem við erum samkeppnishæf með verð.“
,,Við erum með verslunina í Síðumúlanum og þetta hefur gengið mjög vel. Við bjóðum upp á góða þjónustu og góðar vörur auk þess sem við erum samkeppnishæf með verð.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni gekk í raðir Everton eftir að hann kláraði 10. bekkinn á íslandi. Þar lék hann í unglinga og varaliðinu í samtals fjögur ár og spilaði einnig leik með aðalliðinu. „Ég spilaði fyrsta aðalliðsleikinn minn í UEFA Cup á móti AZ Alkmaar. Ég kom inn á fyrir Thomas Gravesen og við unnum 3-2 eftir að hafa verið að tapa 2-1 þegar ég kom inn á,“ segir Bjarni en hann ber danska miðjubuffinu Gravesen vel söguna.

„Hann var mikið að djóka í Íslendingnum. Hann var ótrúlega góður í fótbolta og algjör toppnáungi. Hann passaði upp á mig. Þegar var verið að hrauna yfir mig þá var hann mættur. Ég veit ekki af hverju, en hann gerði það.“

Kampavínsflaska eftir fyrsta markið
Leikurinn gegn AZ Alkmaar kom í lok árs 2007 en fyrr á sama ári hafði Bjarni náð að skora í æfingaleik með Everton og fengið verðlaun fyrir. „Menningin í Englandi er öðruvísi. Þegar ég var 18 ára þá skoraði fyrsta markið mitt með Everton í æfingaleik gegn Bournemouth. Eftir leikinn þá fórum við allir á skemmtistað. Alan Stubbs fór fyrir hönd liðsins og keypti dýrasta kampavínið og ég fékk flöskuna í gjöf fyrir fyrsta markið. Ég held að ég hafi drukkið þá flösku síðar í Belgíu þegar ég var að fagna komu dóttur minnar.“

Það var ekki bara kampavínsflaskan sem Bjarni fékk í verðlaun fyrir markið gegn Bournemouth því frammistaða hans þar vakti athygli C-deildarliðsins. Bjarni fór til Bournemouth á láni í mánuð en þar spilaði hann í nýrri stöðu á vinstri kantinum, og var því alveg ofan í áhorfendum. „Ef þú gerðir eitthvað slæmt þá var öskrað ‚go back to fucking Everton.‘ Ef þú gerðir eitthvað gott þá var það skemmtilegt,“ rifjar Bjarni upp.

Hjá Everton var David Moyes við stjórnvölinn en hann fékk Bjarna til félagsins á sínum tíma.

„Hann lagði mjög mikla áherslu á að fá mig til Everton þegar ég var 16 ára og hann hefur alltaf verið góður í minn garð. Mér finnst Skotar skemmtilegir og hann er drulluskemmtilegur,“ segir Bjarni.

Moyes var oft með á æfingum hjá Everton og mætti í ísbað eftir æfingar. Þar gaf hann sig oft á tal við Bjarna. „Hann elskar Ísland og var alltaf að spyrja mig eitthvað út í Ísland. Konan hans elskar Ísland líka og hann sagðist alltaf ætla að fara að kíkja til Íslands.“

Vorkennir Moyes
Ferill Moyes hefur legið niður á við undanfarin ár en hann var rekinn frá Manchester United eftir einungis tíu mánuði í starfi og í dag er hann að falla með Sunderland úr ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vorkenni honum. Það var mjög erfitt að taka við af Ferguson. Hann breytti kannski aðeins of miklu hjá United. Hann breytti öllu þjálfarateyminu og það var kannski of mikið,“ segir Bjarni.

Sumarið 2008 urðu kaflaskil hjá Bjarna en hann ákvað þá að fara frá Everton til Twente í Hollandi. Það er ákvörðun sem hann sér eftir.

„Eftir á að hyggja var maður að hlusta of mikið á ákveðinn umboðsmann frá Hollandi og loforð. David Moyes var oft búinn að hringja í mig og bjóða mér að fara til Motherwell á lán í sex mánuði og ég hefði getað farið aftur til Bournemouth. Það er smá eftirsjá að hafa ekki gert það því enskur fótbolti hentaði mér ágætlega og ég hefði kannski getað búið mér til smá nafn á Englandi og verið þar lengur,“ útksýrir Bjarni.

„Á þessum tíma var ég í lykilhlutverki í U21 árs landsliðinu og það var fullt af liðum sem vildu fá mig. Arnar bróðir var í Twente þarna og þeir vildu mjög mikið fá mig. Eftir 2-3 mánuði þar sleit ég krossband í varaliðssleik. Ég steig í holu og það var eins og ég hefði verið skotinn.“
„Hann tók mig hálstaki og hélt mér í 40 sekúndur. Ég gat ekki andað og var fjólublár í framan og það leið létt yfir mig.“
Það var í Hollandi sem Bjarni var næstum drepinn af Cheick Tiote en þeir voru liðsfélagar hjá Twente. „Hann talaði enga hollensku, ensku eða neitt. Hann var með mér í hollensku tímum og það var verið að reyna að kenna honum tölurnar á klukkunni og hann gat ekki lært það. Ég hafði eitthvað verið að gera grín að honum í hollensku tímunum,“ útskýrir Bjarni.

„Einn daginn vorum við að spila Playstation í leikmannaherberginu hjá Twente og ég vildi ekki láta hann fá fjarstýringuna því ég ætlaði að spila annan leik. Þá var gæinn næstum búinn að drepa mig. Hann tók mig hálstaki og hélt mér í 40 sekúndur. Ég gat ekki andað og var fjólublár í framan og það leið létt yfir mig. Hann var næstum búinn að kyrkja mig af því að ég vildi ekki láta hann fá Playstation fjarstýringu og út af því að ég hafði gert grín að honum í hollensku tímum.“

„Það besta var að hann tók síðan ekkert Playstation fjarstýringuna af mér. Hann labbaði bara í burtu og fór heim,“
segir Bjarni og hlær. „Hann kom síðar og baðst afsökunar en ég passaði mig að vera ekki nálægt honum eftir þetta. Ég var orðinn nokkuð góður í hollensku og hætti bara að mæta í hollensku tímana.“

Bjarni var frá keppni í ellefu mánuði eftir krossbandameiðslin og þá var Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga mættur við stjórnvölinn hjá Twente. McClaren verslaði duglega inn af leikmönnum og stýrði Twente til sigurs í úrvalsdeildinni í Hollandi. Samkeppnin um sæti í liðinu var hörð og eftir meiðslin þá ákvað Bjarni að fara til Roselare í Belgíu.

Bjarna vegnaði vel tímabilið 2009/2010 en hann skoraði sex mörk og hjálpaði Roselare mikið í belgísku deildinni. Þar skoraði samherji hans Jurgen Sierens, ótrúlegt sjálfsmark, í leik gegn Anderlecht. „Hann var að leita að boltanum og þrumaði honum inn. Ég stóð þarna fyrir framan teiginn og hugsaði ‚hvað ertu að gera?“ segir Bjarni og skellir upp úr.

Hafði lítinn áhuga á að spila með Færeyjum
Góð frammistaða Bjarna með Roselare varð til þess að annað belgískt félag, Mechelen, keypti hann í sínar raðir árið 2010.

„Ég var í fínu formi en fyrir fyrsta leik var mér tilkynnt að ég væri ekki í liðinu. Við vorum efstir eftir átta umferðir og ég komst ekkert í liðið. Við tryggðum okkur á EM með U21 árs landsliðinu eftir sigur á Skotum og það var mikill áhugi á mér í janúar en þá vildu þeir ekki selja mig. Á endanum spilaði ég lítið það tímabil.“

Sumarið 2011 fór Bjarni með íslenska U21 árs landsliðinu á EM í Danmörku. Bjarni var fyrirliði U21 árs landsliðsins og lengi vel var hann leikjahæsti leikmaðurinn þar. Hólmar Örn Eyjólfsson náði hins vegar metinu af honum síðar.

„Hann er sonur þjálfarans og náði að bæta metið um einn leik,“ segir Bjarni og hlær. Bjarni lék sinn fyrsta og eina A-landsleik með Íslandi árið 2009 en í fyrra kom í umræðuna að hann og Davíð bróðir hans myndu spila með landsliði Færeyja.

„Langafi minn er Færeyingur þannig að amma mín er hálfur Færeyingur. Ég held að það sé erfitt að fá ríkisborgararétt og ég veit ekki með Davíð en ég hafði lítinn áhuga á þessu. Ég er Íslendingur og stoltur af þessum eina landsleik sem ég á sem og öllum þessum yngri landsliðum.“

Bjarni og Davíð hittu Lars Olsen, landsliðsþjálfara Færeyinga, á fundi eftir leik í Pepsi-deildinni í fyrra. „Maður vildi hitta hann fyrir kurteisis sakir. Það var gaman að hitta hann. Hann var með einhverja vatnspípu þegar hann var að spjalla við okkur. Það var ógeðslega steikt,“ segir Bjarni og hlær.

Á ennþá inni árs laun frá því í Belgíu
Á EM U21 árs landsliða í Danmörku fékk Bjarni högg á vinstra hnéð og í kjölfarið varð hann að fara í aðgerð. Bjarni var frá í átta mánuði og gat ekkert spilað á öðru tímabili sínu með Mechelen. Bjarni á ennþá inni tæplega árs laun frá þeim tíma en Mechelen og tryggingafélagið í Belgíu rífast um hvor eigi að borga það. Bjarni hefur því staðið í málaferlum.

„Ég er búinn að vinna málið þrisvar sinnum í svokölluðum héraðsdómi í Belgíu en þeir áfrýja alltaf. Fjórða áfrýjunin er núna í Hæstarétti í Belgíu. Ég fæ launin sama hvernig fer, þetta snýst bara um það hvort félagið eða tryggingarnar borgi. Ég var í leikmannasamtökunum í Belgíu og þau hafa borgað lögfræðing og allan pakkann,“ segir Bjarni.

„Það eru leikmannasamtök á Íslandi en þau eru ekki fjölmenn eða sterk. Eins og með tryggingar hjá leikmönnum. Flestir hjá FH eru bara að fá laun fyrir fótbolta og maður spyr sig hvað myndi gerast ef einhver myndi fá höfuðhögg í leik og þyrfti að hætta. Hvað myndi gerast þá?“

Eftir að hafa verið frá tímabilið 2011/2012 þá vonaðist Bjarni til að komast inn í myndina hjá nýjum þjálfara Mechelen fyrir næsta tímabil. Það gekk þó ekki.

„Ég var efstur í hlaupatestum á undirbúningstímabilinu. Tveimur vikum seinna handleggsbrotnaði ég á æfingu og þeir töldu þá að þetta væri komið gott. Það var samið um starfslok og ég flutti til Danmerkur. Eftir á að hyggja hefði ég átt að halda mig á meginlandinu. Ég gat farið til belgískra félaga á láni en ég ákvað að fara til Danmerkur,“ sagði Bjarni sem sér eftir því að afa farið til Silkeborg á Jótlandi.

„Mér fannst Danirnir ekki skemmtilegir á Jótlandi. Þeir eru ekkert alltof sáttir ef okkur Íslendingum gengur vel. Kaupmannahöfn er eins og eitthvað allt annað land en Jótland. Jótarar eru ekkert líkir okkur,“ segir Bjarni.

„Við féllum og fórum upp aftur. Ég átti einhvern þátt í því en það var ekkert frábært að spila í næstefstu deild í Danmörku. Á móti Hvidövre og svona klúbbum voru kannski 20 áhorfendur á vellinum og þetta var eins og æfingaleikur. Ég sé eftir því að hafa eytt þremur árum þarna þegar ég var í góðu standi en ég var á samning og þurfti að virða það.“

Slagsmál við Davíð á æfingum
Eftir að fjórði þjálfarinn tók við hjá Silkeborg á þremur árum þá ákvað Bjarni að koma heim og ganga í raðir FH. „Það var enginn gífurlegur áhugi erlendis og okkur fjölskyldunni langaði að koma heim. Þá kom ekkert annað til greina en FH. Ég var 27 ára þegar ég kom heim eftir tíu ár úti. Ég hefði viljað vera lengur en úr því sem komið var þá var best að koma heima og reyna að hjálpa FH að vinna titilinn,“ sagði Bjarni sem hefur orðið Íslandsmeistari með FH undanfarin tvö ár. Þar hefur hann leikið á miðjunni með Davíð bróður sínum.

„Það er mjög gaman að spila með honum. Davíð er mjög góður leikmaður og hann hefur staðið sig frábærlega með FH,“ segir Bjarni en hann og Davíð geta rifist eins og hundur og köttur á æfingum hjá Fimleikafélaginu.

„Það hafa alveg verið slagsmál. Þegar ég kom fyrst, árið 2015, þá var mikið af slagsmálum. Boltinn hafði farið út af og þá sagði ég eitthvað við hann. Þá fórum við harkalega inn í hvorn annan og það brjálaðist allt. Þetta voru handalögmál en eftir æfingu var bara high five og allt búið. Það mega alveg vera orðaskipti á æfingum en ekki slagsmál.“
„Þetta var birt án þess að það væri talað við mig. Þetta skapaði frekar neikvæða umræðu. Það var verið að segja að ég ætti mikið af pening og annað, sem er ekki rétt.“
Bjarni komst í fréttirnar eftir tap gegn Val í upphafi sumars árið 2015. 433.is greindi frá því að Bjarni hefði sagt við Kristin Frey Sigurðsson í leiknum að hann ætti miklu meiri pening en hann.

„Við gátum ekki neitt í leiknum og þeir voru mjög aggressívir. Kiddi keyrði í mig og ég sagði eitthvað við hann. Ég held að það hafi ekki verið neitt peningatengt en ég sagði eitthvað við hann,“ segir Bjarni þegar hann rifjar málið upp. „Þetta var birt án þess að það væri talað við mig. Þetta skapaði frekar neikvæða umræðu. Það var verið að segja að ég ætti mikið af pening og annað, sem er ekki rétt.“

Fótbolti.net tók fréttina upp af 433.is eins og fleiri miðlar en FH-ingar voru ósáttir með umfjöllunina og settu fjölmiðla í bann.

„Við ákváðum að gera þetta og stóðum við það. Þetta er búið og gert. Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt að fara í fjölmiðlabann en mér fannst heldur ekki rétt hjá Völsurum að tala um eitthvað sem gerðist inni á vellinum. Ég held að ég og Kiddi séum ágætis félagar í dag. Þetta var ekki draumabyrjun hjá kallinum í íslenska boltanum en þetta er búið og ég er ekki pirraður út í einn né neinn.“

Í fyrra settu meiðsli aftur strik í reikninginn hjá Bjarna en hann meiddist á hinu hnénu í leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni.

„Ég vissi að það væri mikið að en ég náði að klára síðasta tímabil með því að spila tuttugu mínútur hér og korter þar. Í 3-1 sigri uppi á Skaga hélt ég að það yrði að taka fótinn af mér, verkurinn var svo mikill.“
„Ég veit að ég hefði getað gert og sýnt meira á mínum ferli. Það er ekki gaman að vera í stuði í þrjá leiki og þurfa svo að hvíla sig. Þetta hefur rifið vel í andlega“
Bjarni fór í aðgerð í nóvember og vonast til að snúa aftur á völlinn í byrjun móts. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Bjarna en hugsar hann einhverntímann hvar hann væri staddur í dag ef hann hefði sloppið við öll meiðslin?

„Það kemur oft upp í kollinn en ég reyni að hugsa ekki mikið um það. Ef þetta hefði ekki komið upp þá gæti ég séð mér fyrir að ég væri í góðu liði í Belgíu eða einhversstaðar.“

„Ég veit að ég hefði getað gert og sýnt meira á mínum ferli. Það er ekki gaman að vera í stuði í þrjá leiki og þurfa svo að hvíla sig. Þetta hefur rifið vel í andlega. Það gekk vel í U21 árs liðinu og flestir þaðan fóru áfram í A-landsliðið. Það væri gaman að hafa verið heill og náð að taka þátt í EM í sumar en svona er þetta. Maður lærir líka af því að vera meiddur. Ég er ekkert sá fyrsti sem lendir í þessu. Maður hefur nokkrum sinnum kýlt í púða í reiði sinni en maður verður að horfa fram á við. Lífið er meira en fótbolti. Ég á góða að, ég á góða fjölskyldu og er að eignast aðra stelpu núna. Það er skemmtilegt,“
segir Bjarni en hann tekur það góða úr atvinnumannaferlinum erlendis.

„Ég er stoltur af því að hafa verið fyrirliði U21 þegar við fórum í úrslitakeppnina og ég hef spilað með mörgum klúbbum. Ég hef verið með góða og lélega þjálfara, spilað á fullt af flottum völlum og lent í skemmtilegum atvikum. Það er fullt sem maður tekur út úr þessu.“

Í afmæli á Wembley
Bjarni heldur góðu sambandi við sitt fyrrum félag Everton en hann kíkti síðast þangað í heimsókn í vetur. Þar ræddi hann meðal annars við fyrrum framherjann Duncan Ferguson en sá grjótharði Skoti er í dag í þjálfaraliði Everton.

„Duncan er algjört legend. Hann er búinn að gera Lukaku að vél,“ segir Bjarni og kemur með áhugaverða sögu af Ferguson. „Hann á fullt af dúfum. Ég veit hins vegar ekki hvort hann selji þær eða hvort þær fari í keppni eða hvað hann gerir við þær,“ segir Bjarni en hann segir magnað að sjá hvað margt hefur breyst hjá Everton með auknu fjármagni í enska boltanum undanfarin ár.

„Everton er til dæmis með aukastarfsmann sem sér meðal annars um að skoða dómara fyrir hvern einasta leik. Hann skoðar til dæmis hvort dómarar séu gjarnir á að dæma á peysutog og svo framvegis. Það er ótrúlegt hvað menn eru farnir að skoða þetta mikið.“

Hjá Everton kynntist Bjarni markverðinum John Ruddy sem leikur í dag með Norwich. Þeir eru mjög góðir vinir í dag og Bjarni fór meðal annars í þrítugs afmæli hans á Wembley í vetur. „Hann kom líka til Íslands fyrir tveimur árum og gjörsamlega elskaði það. Hann tók gullna hringinn og svo fórum við í miðnæturgolf hjá Keili. Hann talar ekki um annað síðan þá og vill ólmur koma aftur í golf,“ segir Bjarni um Ruddy.

Á barnafataverslun
Utan vallar er Bjarni í námi í Sports Management auk þess sem hann rekur verslun ásamt Dóru Sif Ingadóttur unnustu sinni og tengdamóðurinni Drífu Hilmarsdóttur. Um er að ræða barnafataverslunina Bíum Bíum en hún opnaði í nóvember 2014.

„Við eignuðumst stelpu í Danmörku og kynntumst fullt af dönskum merkjum þar. Það er mjög gott efni í þeim og við vorum hrifin af því. Við erum með verslunina í Síðumúlanum og þetta hefur gengið mjög vel. Við bjóðum upp á góða þjónustu og góðar vörur auk þess sem við erum samkeppnishæf með verð.“

„Ég er sjálfur með puttana í þessu og er bæði lager og fjármálastjóri. Ég get mætt eftir æfingar og verið að bera kassa og annað. Þetta er mjög fínt með boltanum auk þess sem það er fínt að vera að vinna með konunni,“ segir Bjarni að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: FH
Heimir Guðjóns: Höfum reynt að laga sóknarleikinn
Hin hliðin - Grétar Snær Gunnarsson
Athugasemdir
banner