Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   sun 27. apríl 2025 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr enska: Mac Allister bestur í titilleiknum - Dorgu slakur hjá Man Utd
Mynd: EPA
Dorgu átti slæman dag hjá United
Dorgu átti slæman dag hjá United
Mynd: EPA
Rico Lewis var frábær í liði Man City
Rico Lewis var frábær í liði Man City
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister var maður leiksins er Liverpool tryggði 20. Englandsmeistaratitilinn með því að vinna Tottenham 5-1 á Anfield í dag.

Mac Allister skoraði markið sem kom Liverpool í 2-1 og var í endalausri baráttu á miðsvæðinu.

Hann fleygði sér í tæklingar hvað eftir annað og leyfði sér varla að anda á milli. Sky Sports verðlaunaði hann sem besta mann leiksins með 9, en þeir Cody Gakpo. Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai komu næstir með 8.

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (7), Van Dijk (6), Konate (7), Robertson (6), Szoboszlai (8), Gravenberch (7), Mac Allister (9), Salah (8), Gakpo (8), Diaz (7).
Varamenn: Jones (6), Jota (6), Endo (6), Elliott (6), Nunez (6),

Tottenham: Vicario (5), Spence (6), Danso (6), Davies (5), Udogie (5), Bergvall (5), Gray (5), Maddison (5), Johnson (6), Solanke (7), Tel (5).
Varamenn: Kulusevski (5), Sarr (6), Richarlison (5), Odobert (6).

Patrick Dorgu var slakastur hjá Manchester United í 1-1 jafnteflinu gegn Bournemouth á Vitality-leikvanginum. MEN gefa honum 4 í einkunn, en Manuel Ugarte, sem kom inn á sem varamaður, var hæstur með 7 í einkunn.

Einkunnir Man Utd gegn Bournemouth: Onana (5), Yoro (6), Maguire (6), Shaw (5), Mazraoui (5), Casemiro (5), Mainoo (6), Dorgu (4), Garnacho (5), Fernandes (5), Höjlund (6).
Varamenn: Lindelöf (6), Ugarte (7), Mount (6), Eriksen (5), Obi (6).

Rico Lewis var þá bestur hjá Manchester City sem vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley.

Lewis skoraði fyrra mark Man City í leiknum með glæsilegu skoti, en Josko Gvardiol gerði seinna mark skalla eftir hornspyrnu Omar Marmoush.

Nottingham Forest: Sels (7), Abbott (6), Milenkovic (7), Murillo (7), Toffolo (6), Anderson (6), Dominguez (6), Danilo (6), Gibbs-White (7), Hudson-Odoi (6), Wood (6).
Varamenn: Elanga (6), Sangare (6), Awoniyi (6), Jota (6), Sosa (6).

Man City: Ortega (7), Nunes (6), Dias (6), Gvardiol (7), O'Reilly (7), Kovacic (7), Lewis (7), Bernardo Silva (7), Savinho (7), Grealish (7), Marmoush (7).
Varamenn: Gundogan (6), Doku (6), Foden (6), Gonzalez (6).
Athugasemdir
banner