Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 27. maí 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: ÍBV hafði betur gegn Skagamönnum
Gary skoraði á sínum gamla heimavelli.
Gary skoraði á sínum gamla heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 2 - 3 ÍBV
0-1 Gary Martin
1-1 Jón Gísli Eyland
1-2 Jose Sito
1-3 Víðir Þorvarðarson
2-3 Gísli Laxdal Unnarsson

ÍBV hafði betur gegn ÍA er liðin mættust í æfingaleik í rigningu og vindi upp á Akranesi.

Gary Martin skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Aron Kristófer Lárusson braut af sér. Búist er við því að Gary raði inn mörkunum í 1. deildinni í sumar, en hann er fyrrum leikmaður ÍA meðal annars og var því að skora á sínum gamla heimavelli.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en ÍA tókst að jafna þegar Jón Gísli Eyland skoraði úr fyrirgjöf sem endaði í markinu. Efnilegur leikmaður þar á ferðinni.

ÍBV tókst hins vegar að komast aftur yfir með marki Sito er hann nýtti sér varnarmistök. Svo skoraði Víðir Þorvarðarson þriðja mark ÍBV áður en Gísli Laxdal Unnarsson minnkaði muninn.

ÍA komst ekki lengra og lokatölur 3-2 fyrir ÍBV, sem spilar í 1. deild í sumar. ÍA spilar í Pepsi Max-deildinni.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner