Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: Dr. Football 
Rúnar um Guðmund Andra: Var ekki sáttur með framlagið á æfingum
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að hann hafi ekki verið ánægður með Guðmund Andra Tryggvason á æfingum liðsins veturinn 2017 áður en leikmaðurinn var seldur til Start í Noregi í desember það ár.

Guðmundur Andri hafði spilað nokkra leiki með KR 2016 og kom við sögu í þrettán leikjum árið 2017 áður en Rúnar tók við liðinu um haustið.

Dr. Football

„Hann æfði einn vetur hjá mér og það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og fór út. Ég var ekki sáttur við hans framlag á æfingum þann vetur. Ég er opinskár með það," sagði Rúnar við Dr. Football.

Guðmundur Andri kom til Víkings á láni frá Start í fyrra og sló í gegn á Íslandi.

„Hann gerði það. Hann hefði líklega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við það hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan vetur. Ég vil ekki tala sérstaklega illa um hann því þetta er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma. Það besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner