Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 27. maí 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas skoraði í þægilegum sigri - Örebro vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliðinu hjá varaliði Real Madrid í dag og skoraði fjórða markið í þægilegum sigri gegn varaliði Real Betis.


Liðin mættust í lokaumferð spænsku C-deildarinnar þar sem Andri Lucas og félagar ljúka keppni í sjöunda sæti. Betis endar í neðsta sæti deildarinnar og fellur niður í D-deild.

Andri skoraði af stuttu færi og má sjá markið neðst í fréttinni.

Real Madrid B 4 - 0 Real Betis B
1-0 Oscar Aranda ('11)
2-0 Oscar Aranda ('20)
3-0 Alvaro Rodriguez ('28)
4-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('80)

Í kvennaboltanum var Berglind Rós Ágústsdóttir í byrjunarliði Örebro sem hafði betur gegn Eskilstuna með einu marki gegn engu.

Berglind Rós lék allan leikinn og er Örebro með 15 stig eftir 11 umferðir.

Þá kom hin bráðefnilega Emilía Kiær Ásgeirsdóttir við sögu í 1-1 jafntefli Nordsjælland gegn Bröndby.

Emilía, sem er aðeins 17 ára, fékk að spila síðustu 25 mínútur leiksins. Hún á leiki að baki fyrir yngri flokka Vals og Breiðabliks, þar á meðal einn meistaraflokksleik með Augnabliki sumarið 2020.

Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Bröndby, sleit krossband í apríl og verður ekki með næstu mánuðina.

Örebro 1 - 0 Eskilstuna
1-0 E. Ostlund ('35, sjálfsmark)

Bröndby 1 - 1 Nordsjælland
1-0 M. Rylov ('34)
1-1 D. Hashemi ('93)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner