Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 27. maí 2024 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ragnar Bragi Sveinsson
Ragnar Bragi Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þungu fargi létt af honum og liðsfélögum hans eftir að þeir náðu í fyrsta sigur sumarsins með því að vinna HK, 3-1, í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkir hafði tapað sex og gert eitt jafntefli í fyrstu sjö umferðum deildarinnar og var þetta farið að valda mönnum hugarangri.

Ragnar Bragi var að byrja sinn fyrsta leik í sumar og alveg óhætt að segja að hans hafi verið sársaknað.

„Það er miklu skemmtilegra, alveg klárlega. Það er þannig í þessu sporti og sérstaklega fyrirlið eins og okkur sem svona fyrirfram var alltaf að fara vera í neðri sex, svona miðað við 'budget' og allt þá er hrikalega erfitt alltaf að vinna leiki í þessari deild. Ég er hrikalega ánægður í dag að frammistaðan skilaði sigri.“

„Eins og gefur að skilja mjög erfitt. Þegar það gengur illa þá er það enn þá verra. Það hefur verið mjög erfitt en frábært að vera kominn aftur inn á völlinn.“

„Það er svo gaman í fótbolta og sérstaklega í svona veðri þar sem það er þvílíkt logn, smá rigning og leikur sem skiptir máli fyrir bæði lið. Ef HK hefði unnið okkur í dag þá væru þeir níu stigum á undan okkur. Það væri tómt bras,“
sagði Ragnar Bragi við Fótbolta.net.

Fylkismenn settu þennan leik upp sem úrslitaleik. Það var bara að duga eða drepast í dag.

„Við settum þennan leik þannig upp, sem bikarúrslitaleik. Við mátuðum það þannig að það væri staðan og svo bara spurning hvort við værum menn eða mýs. Ég er hrikalega ánægður með okkur sem liðsheild að hafa 'deliverað' í þessum leik, því eins og gefur að skilja var þetta ótrúlega mikilvægur leikur.“

„Því lengra sem líður að fyrsta sigrinum því þyngra verður þetta. Við vorum búnir með sjö leiki án sigurs, eitt stig og fá á okkur haug af mörkum, en samt hafa verið margar fínar frammistöður. Þess vegna er svo hrikalega mikilvægt að klára þennan leik með heilt yfir fínni frammistöðu þó HK hafi náð að slá eitthvað af okkur í seinni hálfleik og skapað sér góðar stöður, en heilt yfir fannst mér þetta sanngjarnt.“


Hann sagði þungu fargi af honum og öðrum létt. Hann hefur vissulega áður verið í baráttu sem þessari og mikilvægt að hafa mann með hans reynslu.

„Klárlega. Ekki það að ég megi missa mörg kíló en þetta eru nokkur kíló sem eru farin af bakinu.“

„Það er mitt hlutverk í þessu liði að koma inn með smá karakter og leiða þá áfram. Tala nú ekki um þegar staðan er svona, með eitt stig eftir sjö leiki þá reynir þetta alveg jafn mikið á mig eins og aðra að halda haus og halda áfram. Ég hef svosem séð þetta allt áður og veit hvað við erum að fara í, þannig minna stressaður en yngri leikmennirnir og þá skiptir máli að geta róað taugarnar hjá hinum,“
sagði Ragnar við Fótbolta.net, en hann talaði einnig um endurkomuna hjá Emil Ásmundsson og stöðuna á öðrum leikmönnum í hópnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner