Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snerti varla grasið síðasta mánuðinn en skemmti sér best í skrúðgöngunni
Jack Grealish og Pep Guardiola.
Jack Grealish og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Grealish í leik með Man City.
Grealish í leik með Man City.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jack Grealish var mikilvægur leikmaður á síðasta tímabili þegar Manchester City vann þrennuna. En á tímabilinu sem er að klárast núna þá horfði Pep Guardiola ekki í áttina til hans þegar City þurfti að koma til baka í bikarúrslitaleiknum.

Fyrst var kallað í Jeremy Doku, svo var kallað í Julian Alvarez en 100 milljón punda maðurinn - Grealish - sat fastur við bekkinn.

Telegrahp fjallar um Grealish og tímabilið hans en þar segir: „City var að elta leikinn og í örvæntingu vantaði þeim kraft í sóknina. Þeir þurftu einhvern sem gæti unnið leikinn fyrir þá, einhvern sem gæti breytt leiknum. Guardiola gerði tvær breytingar og setti tvo framherja inn á. Hvorugur þeirra var Grealish sem spilaði bara tíu mínútur á síðasta mánuði tímabilsins."

„Eini leikurinn sem þessi 28 ára gamli leikmaður spilaði var þegar hann kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri gegn Wolves í leik sem var nú þegar unnin. Hann spilaði ekki eina mínútu gegn Fulham, gegn Tottenham, gegn West Ham og nú síðast gegn Man Utd."

Meiðsli spiluðu inn í fyrir Grealish á þessu tímabili en það er áhyggjuefni fyrir hann að Guardiola virðist ekki treysta honum þegar mest á reynir í lok tímabilsins. „Það er spurning hvert Grealish fer héðan," segir í grein Telegraph.

„Mest umtalaða framlag hans undanfarnar vikur var að vera hissa á því hvernig konfettíbyssa virkar, þegar City tryggði sér gullið í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Og svo skreið hann af Fenix ??veitingastaðnum- og barnum í Manchester klukkan 05:00 þegar hátíðarhöldin héldu áfram."

Grealish skemmti sér þá vel þegar lið City keyrði um í tveggja hæða rútu um götur Manchester til að fagna Englandsmeistaratitlinum. Hann drakka manna mest og datt næstum því af þaki rútunnar í tvígang.

Grealish er á krossgötum á sínum ferli en hann er alls ekki öruggur með sitt sæti í 26 manna hópi Englands á EM í sumar. Ekki eftir tímabilið sem hann átti.

Var hann mögulega að spila sitt síðasta tímabil með Man City?


Athugasemdir
banner
banner
banner