Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slegist um krafta Willums
Mynd: BATE
Willum Þór Willumsson er á leið inn í síðustu sex mánuðina af samningi sínum við BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.

Willum hefur átt gott tímabil til þessa og er BATE við toppinn á deildinni. Gengi liðsins með Willum innanborðs er frábært en að undanförnu hefur hann glímt við meiðsli í hásin og hefur liðinu aðeins fatast flugið. Það styttist í að hann verði orðinn klár í að spila aftur.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Willums, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væru komin tilboð í leikmanninn - m.a. frá Hollandi.

„Hlutirnir eru bara í vinnslu og þetta tekur tíma," sagði Ólafur.

Willum er 23 ára gamall og gekk í raðir BATE frá Breiðabliki eftir tímabilið 2018. Hann var valinn í landsliðið fyrir leikina í þessum mánuði en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðslanna.

Framundan hjá BATE eru leikir í deildinni en svo mætir liðið tyrkneska liðinu Konyaspor í Sambandsdeildinni í lok júlí.

Viðtal við Willum frá því í lok maí:
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur (30. maí)
Athugasemdir
banner
banner
banner