Breiðablik vann sigur á Val í stórleik tíundu umferðar í Bestu deild kvenna. Blikar eiga þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni.
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir var maður leiksins á Kópavogsvelli og átti Agla María Albertsdóttir einnig góðan leik. Ásmundur Arnarsson, faðir Bergþóru, er þá þjálfari umferðarinnar.
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir var maður leiksins á Kópavogsvelli og átti Agla María Albertsdóttir einnig góðan leik. Ásmundur Arnarsson, faðir Bergþóru, er þá þjálfari umferðarinnar.
ÍBV vann geggjaðan útisigur á Selfossi og þar var Olga Sevcova besti leikmaður vallarins. Caeley Lordemann og Haley Marie Thomas voru einnig mjög góðar.
Bryndís Rut Haraldsdóttir og Murielle Tiernan úr TIndastóli eru báðar í liðinu í annað sinn í sumar eftir flottan sigur Tindastóls á Keflavík í gærkvöldi.
Murielle Tiernan.
Sædís Rún Heiðarsdóttir var öflug í 3-3 jafntefli Stjörnunnar gegn Þór/KA, en Hulda Björg Hannesdóttir lék vel fyrir Þór/KA í leiknum.
Þá var Íris Dögg Gunnarsdóttir best í jafntefli Þróttar og FH í gær. Heimi Samaja Giles var best í liði FH-inga.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Athugasemdir