
„Við þurftum á þessu að halda," sagði ánægður Gary Martin eftir 3-0 sigur ÍBV gegn Þrótti í Lengjudeild karla.
ÍBV hafði gert þrjú jafntefli í röð fyrir leikinn í dag. Gary skoraði öll þrjú mörk Vestmannaeyinga í leiknum.
ÍBV hafði gert þrjú jafntefli í röð fyrir leikinn í dag. Gary skoraði öll þrjú mörk Vestmannaeyinga í leiknum.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 0 Þróttur R.
„Það voru þrír leikir eða eitthvað síðan ég skoraði og fólk er byrjað að tala um að ég sé ekki að skora. Ég er ánægður. Fyrsta markið var heppni, í öðru markinu missti ég næstum því tvennur og þriðja markið var góð afgreiðsla."
„Mér er sama um mörkin, ég vil bara um að við förum upp."
ÍBV er eftir úrslit dagsins í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði Leiknis úr Breiðholti.
Gary segir að ÍBV geti spilað betur en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir