Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 27. júlí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað munar um þessa leikmenn"
Djair
Djair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tapaði í gær afskaplega sannfærandi gegn KR í fjórtándu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Liðið var án tveggja mjög öflugra leikmanna í leiknum en þeir Djair Parfitt-Williams og Nikulás Val Gunnarsson eru að glíma við meiðsli. Þetta var annar leikurinn í röð sem Djair missir af en Nikulás hefur ekki komið við sögu síðan í maí. Þá byrjaði Arnór Borg Guðjohnsen á bekknum hjá Fylki í leiknum.

Sjá einnig:
„Hann var veikur um helgina og við treystum honum ekki alveg í 90 mínútur"

Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, var í viðtali eftir leikinn spurður út í þá Djair og Nikulás.

„Þeir eru báðir meiddir, Djair er meiddur í ökklanum og verður vonandi klár í næsta leik. Það eru nárameiðsli á Nikka sem er efitt að greina. Hann er með eymsli í náranum sem hann losnar ekki við. Það er auðvitað hundfúlt með hann," sagði Atli Sveinn.

„Auðvitað munar svolítið um þessa leikmenn. Það er ekkert launungarmál, báðir virkilega öflugir leikmenn sem styrkja okkur mikið," sagði Atli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.

Gunnar Birgisson, einn af séfræðingunum í Innkastinu sagði í þætti gærkvöldsins að Djair væri langbesti leikmaður Fylkis.
Atli Sveinn: Það var saga leiksins frá byrjun
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner