Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 27. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Gunnar Magnús: Ég get skrifað undir það
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf vonbrigði að tapa fótboltaleik og kannski fyrst og síðast erfitt og sérstaklega fyrir lið í okkar stöðu að fá mark á sig svona snemma í leiknum og við vildum koma sterkari inn í seinni hálfleikinn en við fáum annað kjaftshögg á okkur þar með marki strax og þetta var alltaf á brattan að sækja."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Keflavík

Keflavík fær á sig mörk snemma í báðum hálfleikum og var Gunnar spurður afhverju liðið hálfleikina ekki leikinn betur.

„Það var kannski smá færslumiskilningur í gangi sem við vorum búin að leggja svolítið upp með og menn fóru úr stöðum og það opnaðist vængurinn í fyrsta markinu en í hinum tveimur eru bara góð skot utan af velli og mörk breyta leikjum og þau gerðu það svo sannarlega í dag."

Hvað þarf að gerast til þess að Keflvíkingar lyfti sér upp ofar í töflunni?

„Leikurinn okkar hefur bara verið nokkuð góður undanfarið og þetta var kannski síðsti leikurinn okkar undanfarið og þetta hefur svolítið verið stöngin út hjá okkur og við náttúrulega sköpum okkur eigin heppni en betra liðið vann í dag, ég get skrifað undir það."

„Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir okkar lífi í þessari deild og við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki í góðri stöðu en gerum okkur líka grein fyrir því að það eru nóg af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara vinna fótboltaleiki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner