
Amanda Andradóttir og stöllur hennar í Twente unnu 6-0 stórsigur á Rauðu stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum í markalausri stöðu á 56. mínútu, en Twente raðaði inn mörkunum eftir það.
Amanda lagði upp fjórða mark liðsins fyrir Jill Roord á 83. mínútu og bættu þær hollensku við tveimur í viðbót áður en flautað var til leiksloka.
Rauða stjarnan hrundi gersamlega eftir annað markið og því ljóst að Twente mun mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í úrslitaleik um sæti í umspili um sæti í deildarkeppnina.
Leikur Twente og Breiðabliks er spilaður klukkan 16:00 á laugardag.
Athugasemdir