Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Nikolaj Hansen með tvennu gegn bikarmeisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 4 - 1 Vestri
1-0 Nikolaj Andreas Hansen ('5 )
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('13 )
3-0 Nikolaj Andreas Hansen ('62 )
3-1 Birkir Eydal ('77 )
4-1 Helgi Guðjónsson ('80 )
Lestu um leikinn

Víkingur fékk Vestra sem varð bikarmeistari í fyrsta sinn á dögunum eftir sigur á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir strax á 5. mínútu eftir laglget samspil við Valdimar Þór Ingimundarson. Valdimar bætti öðru markinu við stuttu síðar eftir sendingu frá Viktori Örlyg Andrasyni í gegn.

Vladimir Tufegdzic var nálægt því að minnka muninn þegar hann komst einn í gegn en Ingvar Jónsson sá við honum. Eftir klukkutíma leik var brekkan orðin brött fyrir Vestra því Nikolaj bætti öðru marki sínu við og þriðja mark Víkinga eftir vandræðagang í vörn Vestra.

Davíð Smári Lamude gerði þrefalda breytingu á liði Vestra í hálfleik. Bikir Eydal var einn þeirra sem kom inn á. Hann klóraði í bakkann þegar hann skoraði með skoti úr þröngu færi í slá og inn. Hans fyrsti leikur í efstu deild.

Helgi Guðjónsson gerði út um leikinn stuttu síðar þegar hann skoraði eftir hornspyrnu frá Daníel Hafsteinssyni. Víkingur er komið á toppinn í bili að minnsta kosti, liðið er með 38 stig, stigi á undan Val sem er að spila gegn Aftureldingu þessa stundina. Vestri er áfram í 6. sæti með 26 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner