Arne Slot þjálfari Liverpool tjáði sig um leikstíl Newcastle eftir lokaflautið í leik liðanna sem fór fram fyrr í kvöld.
Liverpool vann nauman sigur gegn tíu andstæðingum og sagði Slot að leikslokum að þetta hafi ekki verið alvöru fótboltaleikur.
„Ég er ekki viss um að hafa horft á fótboltaleik í dag. Þetta var fast leikatriði eftir fast leikatriði, innkast eftir innkast. Það var ekki mikil taktík í þessum leik en ég er ánægður með baráttugleðina sem mínir menn sýndu gegn stórum og sterkum andstæðingum. Ég er mjög stoltur," sagði Slot meðal annars eftir lokaflautið.
„Maður myndi halda að það væri stór plús að vera einum leikmanni fleiri á vellinum, en svo reyndist ekki. Þegar markvörðurinn þeirra tekur öll föstu leikatriðin þá er ekki lengur svo mikil hjálp í því að vera einum fleiri og þess vegna var svona erfitt fyrir okkur að gera út um einvígið. Boltinn var ekki mikið í leik. Þeir reyndu ekki að spila úr vörn í seinni hálfleiknum, það voru bara langir boltar og föst leikatriði.
„Við áttum bara tvær góðar sóknir í síðari hálfleiknum og þær skiluðu báðar marki. Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta var kannski ekki besti leikurinn þegar kemur að taktík eða fótboltanum sjálfum en ég er samt viss um að áhorfendur víða um heim hafi skemmt sér mikið við áhorfið."
25.08.2025 22:47
Slot fann fyrir miklum létti: Bjóst ekki við þessu
40.8% - The ball was in play for just 40.8% of tonight's game between Newcastle and Liverpool, the lowest percentage in a Premier League match since February 2010 (40% in Stoke 3-0 Blackburn). Stoppages. pic.twitter.com/LkxBz4bleu
— OptaJoe (@OptaJoe) August 25, 2025
Athugasemdir