AS Roma er að færast nær því að krækja í gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas úr röðum Liverpool.
Tsimikas er 29 ára gamall og hefur komið við sögu í 115 leikjum á fimm árum hjá Liverpool, eftir að hafa verið keyptur úr röðum Olympiakos í ágúst 2020.
Tsimikas er með tvö ár eftir af samningi hjá Liverpool og vilja Rómverjar fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.
18.08.2025 08:30
Liverpool tilbúið að lána Tsimikas
Tsimikas, sem skrifaði síðast undir samning fyrir tveimur árum, byrjaði níu úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð og er búinn að falla enn aftar í goggunarröðina eftir kaup á Milos Kerkez.
Roma er í leit að nýjum vinstri bakverði þar sem bæði Angelino og Anass Salah-Eddine hafa verið orðaðir við brottför á síðustu dögum.
Fleiri félög eru áhugasöm um Tsimikas en Sky er meðal miðla sem segir Roma leiða kapphlaupið. Marseille hefur einnig verið orðað við bakvörðinn ásamt Olympiakos og Nottingham Forest.
Tsimikas á 41 landsleik að baki fyrir Grikkland. Hann var ekki í hóp hjá Liverpool sem heimsótti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.
20.08.2025 20:50
Gríski 'Scouserinn' orðaður við Marseille
Athugasemdir