Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho ekki nægilega spenntur fyrir Róm
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Frederic Massara, yfirmaður fótboltamála hjá AS Roma, segir að kantmaðurinn Jadon Sancho hafi ekki verið nægilega áhugasamur um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Roma er eitt af mörgum félögum sem reyndi að krækja í Sancho úr röðum Manchester United, en leikmaðurinn var ekki tilbúinn til að taka á sig launalækkun fyrir félagaskiptin.

Rómverjar lögðu fram 20 milljón punda tilboð í Sancho og fóru í viðræður við leikmanninn en tókst ekki að finna samkomulag um launamál. Ítalska félagið hefur því snúið sér að öðrum skotmörkum.

„Sancho er hæfileikaríkur fótboltamaður sem var orðaður við öll stærstu liðin hérna á Ítalíu. Eins og staðan er núna þá er leikmaðurinn ekki á leið til okkar, það var ekki nægur áhugi til að halda viðræðunum áfram," sagði Massara við SportMediaset.

Borussia Dortmund, Napoli, Juventus, Inter og Galatasaray eru meðal félagsliða sem hafa reynt hvað mest að krækja í Sancho í sumar.

Það er afar spennandi verkefni farið af stað í ítölsku höfuðborginni þar sem Gian Piero Gasperini var ráðinn sem þjálfari í sumar og hafa nokkrir spennandi leikmenn verið fengnir til félagsins.

   22.08.2025 19:58
Viðræður við Sancho ganga illa - Roma snýr sér að Elmas

Athugasemdir
banner