Síðasti leikurinn í fyrstu umferð þýska bikarsins fer fram í kvöld. Bayern Munchen heimsækir Wehen Wiesbaden sem leikur í 3. deild.
Bayern fer vel af stað á tímabilinu en liðið vann Stuttgart í Ofurbikarnum og valtaði yfir Leipzig 6-0 í fyrstu umferð deildarinnar. Luis Diaz fer vel af stað með liðinu en hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Þá skoraði Harry Kane þrennu gegn Leipzig.
Bayern fer vel af stað á tímabilinu en liðið vann Stuttgart í Ofurbikarnum og valtaði yfir Leipzig 6-0 í fyrstu umferð deildarinnar. Luis Diaz fer vel af stað með liðinu en hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Þá skoraði Harry Kane þrennu gegn Leipzig.
Síðustu leikirnir í forkeppni Meistaradeildarinnar fara fram í kvöld en fjórir leikir eru á dagskrá. Einn leikur er í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Íslendingaliðið Brann heimsækir AEK Larnaca frá Kýpur en Brann er með eins marks forystu eftir leikinn í Noregi. Þá er einn leikur í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Þá mætast Celta Vigo og Real Betis í fyrsta leik 3. umferðar í spænsku deildinni.
miðvikudagur 27. ágúst
Spánn: La Liga
19:00 Celta - Betis
GERMANY: National cup
18:45 Wehen Wiesbaden - Bayern
Meistaradeildin
16:45 Qarabag - Ferencvaros (3-1)
19:00 Benfica - Fenerbahce (0-0)
19:00 Club Brugge - Rangers (3-1)
19:00 FCK - Basel (1-1)
Evrópudeildin
16:30 AEK Larnaca - Brann (1-2)
Sambandsdeildin
16:45 Riga - Sparta Prag (0-2)
Athugasemdir