Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir hafa lítið sem ekkert spilað - „Þetta kemur á óvart"
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var landsliðshópur Íslands tilkynntur fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Í hópnum eru tveir leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu.

„Það eru tveir leikmenn sem eru ekki búnir að spila eina mínútu og það eru Sverrir (Ingi Ingason) og Andri Lucas," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Þeir hafa aðeins meira 'leverage' en aðrir þar sem þeir eru lykilmenn í okkar liði og hafa sannað sig með íslenska landsliðinu. Fyrst líkamlegi þátturinn var í góðu lagi... ég tel okkur geta notað þá báða mjög vel í þessum glugga."

Arnar segir að það komi sér á óvart að Sverrir Ingi sé út úr liðinu hjá Panathinaikos í Grikklandi.

„Það væri æskilegt ef hann væri búinn að fá fleiri mínútur. Hann spilaði ígildi þriggja ára á síðasta tímabili þar sem hann spilaði allar mínútur. Þetta kemur á óvart, að hann sé ekki að spila."

„Við höfum fylgst með hans líkamlega þætti og hann er í toppstandi. Því miður fyrir okkur sem þjóð eru alltaf einhverjir leikmenn sem eru ekki að spila. Við erum ekki Frakkar eða Englendingar þar sem allir eru lykilmenn í sínum liðum. Svona er þetta bara. Sem betur fer er hann 'natural fit' gaur og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum."

Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Evrópu loki og spurning hvort þessir tveir leikmenn skipti um félög fyrir þann tíma. Andri Lucas hefur mikið verið orðaður við Preston á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner