Newcastle United er að undirbúa þriðja tilboð sitt í norska framherjann Jörgen Strand Larsen sem er á mála hjá Wolves, en það er fréttastofa Sky Sports sem greinir frá þessum tíðindum í kvöld.
Wolves hefur hafnað tveimur tilboðum Newcastle í Strand Larsen á síðustu dögum.
Fyrsta tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en annað tilboðið, sem var umsvifalaust hafnað í gær, var í kringum 55 milljónir punda.
Úlfarnir vilja helst ekki selja Strand Larsen sem gerði skipti sín til Wolves varanleg í sumar eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo á síðustu leiktíð.
Hins vegar eru miklir fjármunir í spilinu og það tekur stjórn félagsins inn í dæmið. Talið er að hann gæti verið falur fyrir 60-63 milljónir punda, og segir Sky að nú sé Newcastle að undirbúa nýtt tilboð sem ætti að teljast ásættanlegt fyrir Wolves.
Newcastle er í leit að framherja í stað Alexander Isak sem neitar að æfa og spila með liðinu. Isak vill komast til Liverpool og mun líklegast fá sínu framgengt takist Newcastle að kaupa að minnsta kosti einn framherja fyrir gluggalok.
Athugasemdir