Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefndi tvo þætti sem Ísland þarf að bæta - „Það væri alveg galið"
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sinn þriðja glugga sem landsliðsþjálfari Íslands. Leikmenn liðsins hafa þurft að læra mikið á þeim tíma og Arnar hefur sjálfur lært mikið.

Arnar sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var þar spurður út í fótboltann sem hann vill spila og gluggann sem er framundan.

„Ég er kannski fastur í ákveðnum þáttum í kerfinu," sagði Arnar.

„Ef þið fylgdust með mér hjá Víkingum, þá var ég ansi duglegur að breyta um kerfi og ég held að þið munum sjá það í þessum glugga. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara að spila eins gegn Aserum á heimavelli og Frökkum á útivelli. Það væri alveg galið og vanvirðing við andstæðingana."

„Við þurfum að halda í það sem við höfum gert vel. Við höfum hækkað okkar þátt með boltann fáránlega vel á skömmum tíma og mér finnst pressan okkar mjög flott. Svo eru þættir sem eru að bögga mig sem hafa verið draugar í mörg, við erum að fá á okkur of mörg færi og erum ekki að skapa nægilega mikið af færum. Þetta eru tvö atriði sem við viljum bæta ásamt því að halda í það góða sem gerðist í síðustu tveimur gluggum."
Athugasemdir
banner