Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Silva vill þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok
Mynd: EPA
Fulham hefur ekki átt gott sumar á leikmannamarkaðinum og heldur þjálfari liðsins Marco Silva áfram að hamra á því á fréttamannafundum.

Silva segir að liðið þurfi á nýjum leikmönnum að halda fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun september. Hann segir að Fulham þurfi að minnsta kosti þrjá nýja leikmenn á næstu dögum.

Varamarkvörðurinn Benjamin Lecomte er eini leikmaðurinn sem Fulham hefur fest kaup á í sumar.

„Við höfum rétt rúma viku til að laga hópinn. Við þurfum að minnsta kosti þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok," sagði Silva eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United um helgina.

Fulham sýndi flotta frammistöðu gegn Rauðu djöflunum og er með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili.

„Það er mikið af leikjum framundan og við erum að glíma við einhver meiðslavandræði. Okkur vantar fleiri menn í ákveðnar stöður, annars munum við lenda í vandræðum á tímabilinu."

Fulham vantar í það minnsta einn miðjumann og einn vinstri kantmann til að fullkomna hópinn hjá sér.

   16.08.2025 09:20
Marco Silva mjög ósáttur með sumarið

Athugasemdir
banner