Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 13:58
Elvar Geir Magnússon
„Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg ræðir við Arnar.
Jóhann Berg ræðir við Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu og það varð ekki breyting á því í dag þegar fyrsti hópurinn fyrir undankeppni HM var opinberaður.

Arnar sagði á fréttamannafundi í dag að það hafi verið gríðarlega erfitt að velja þennan hóp.

„Hann er búinn að standa sig vel í sumar en var ekki valinn í þetta skiptið. Það var ekkert smá erfitt að velja þennan hóp, það er gríðarlega mikið magn af leikmönnum sem eru að spila og það virkilega vel. Það var erfitt að velja þetta og Gylfi þarf að bíta í það súra epli að vera ekki valinn að þessu sinni," svaraði Arnar þegar hann var spurður út í Gylfa.

Glugginn kemur of snemma fyrir Jóa Berg sem er ekki í hópnum
Arnar segir að landsliðsglugginn komi aðeins of snemma fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er að byrjaður að æfa en ekki kominn í leikform. Jóhann spilar fyrir Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann er byrjaður að æfa en þessi gluggi kemur aðeins of snemma fyrir hann. Það brákaðist bein hjá honum fyrir nokkrum vikum. Við töluðum saman og vorum sammála um að þessi gluggi kæmi aðeins of snemma fyrir hann," segir Arnar.

Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var ekki í síðasta landsliðshóp vegna meiðsla en Arnar fagnar því að endurheimta hann.

„Það eru margir framherjar að gera góða hluti. Það er gott að fá Orra aftur inn í hópinn, hann er fyrirliði og einn af okkar lykilmönnum," segir Arnar.

Ísland er að fara að leika fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 2026. Framundan er heimaleikur gegn Aserbaídsjan 5. september og útileikur gegn Frakklandi 9. september.
Athugasemdir
banner
banner