Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   mið 27. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea og Liverpool enn í stríði út af Ngumoha
Rio Ngumoah.
Rio Ngumoah.
Mynd: EPA
Táningurinn Rio Ngumoha gerði sigurmarkið þegar Liverpool vann dramatískan 3-2 sigur á Newcastle á dögunum. Ngumoha, sem er að verða 17 ára, kom inn á í uppbótartímanum og gerði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins.

Ngumoha kom til Liverpool úr akademíu Chelsea í fyrra. Hann spilaði einn leik með aðalliði Liverpool á síðustu leiktíð en verður í stærra hlutverki á þessu tímabili.

Þetta voru umdeild skipti þegar þau gerðust í fyrra. Forráðamenn Chelsea voru brjálaðir með að missa Ngumoha yfir til Liverpool.

Samkvæmt Daily Mail er Chelsea enn í stríði við Liverpool út af þessum skiptum og er að biðja um alvöru uppeldisbætur fyrir hann. Enn á eftir að ákveða hvað Chelsea fær greitt fyrir Ngumoha en hann hafði ekki skrifað undir atvinnumannasamning við Lundúnafélagið.

Chelsea telur byrjun hans á tímabilinu með Liverpool styrkja mál sitt enn frekar varðandi háar uppeldisbætur.

Reiðin hjá Chelsea er mikil en félagið bannaði njósnurum frá Liverpool að mæta á unglingaleiki hjá sér eftir skiptin.

Chelsea reyndi að sannfæra Ngumoha um að skrifa undir samning við félagið en hann var ekki sannfærður um leið sína í aðalliðið hjá félaginu. Liverpool náði að selja honum verkefnið sitt og ákvað hann að fara þangað.
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Athugasemdir
banner
banner