Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fann sig ekki í enska boltanum og er á leið til Þýskalands
Fabio Silva.
Fabio Silva.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Wolves um kaup á portúgalska sóknarmanninum Fabio Silva.

Kaupverðið er 22,8 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en Sky Sports segir frá.

Hann flýgur til Þýskalands síðar í dag þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.

AC Milan og Roma höfðu líka áhuga en hann vildi frekar fara til Þýskalands.

Silva var á láni hjá Las Palmas á Spáni á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði tíu mörk í 26 leikjum. Einnig hefur hann leikið með PSV, Anderlecht og Rangers á lánssamningum.

Úlfarnir keyptu Silva á metfé frá Porto 2020 en hann hefur aðeins skorað fimm mörk í 72 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið. Hann fann sig ekki í enska boltanum.
Athugasemdir
banner