Borussia Dortmund hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Wolves um kaup á portúgalska sóknarmanninum Fabio Silva.
Kaupverðið er 22,8 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en Sky Sports segir frá.
Kaupverðið er 22,8 milljónir punda fyrir sóknarmanninn en Sky Sports segir frá.
Hann flýgur til Þýskalands síðar í dag þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.
AC Milan og Roma höfðu líka áhuga en hann vildi frekar fara til Þýskalands.
Silva var á láni hjá Las Palmas á Spáni á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði tíu mörk í 26 leikjum. Einnig hefur hann leikið með PSV, Anderlecht og Rangers á lánssamningum.
Úlfarnir keyptu Silva á metfé frá Porto 2020 en hann hefur aðeins skorað fimm mörk í 72 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið. Hann fann sig ekki í enska boltanum.
Athugasemdir