Liverpool er einu marki yfir eftir fyrri hálfleikinn gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.
Heimamenn í Newcastle voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið. Alexander Isak hefði vafalítið skorað eitt eða tvö mörk.
Gestirnir frá Liverpool virtust týndir í fyrri hálfleik og brutu mikið af sér á hættulegum stöðum, en aldrei nýttu heimamenn tækifærin. Þess í stað skoraði Ryan Gravenberch úr fyrstu marktilraun Liverpool, þvert gegn gangi leiksins.
Gravenberch var með smá pláss utan vítateigs og átti glæsilegt skot sem fór framhjá tveimur varnarmönnum og í stöngina og inn, þar sem Nick Pope kom engum vörnum við.
Þetta var skellur fyrir Newcastle en tíu mínútum síðar var augljóslega kominn pirringur í leikmenn. Fyrst fékk Dan Burn gult spjald fyrir pirringsbrot, skömmu áður en Anthony Gordon var rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu á Virgil van Dijk.
Sjáðu atvikið
Athugasemdir