Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var búinn að gera 70 manna lista
Icelandair
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur hefur verið að gera flotta hluti í Noregi.
Brynjólfur hefur verið að gera flotta hluti í Noregi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi verið gífurlega erfitt að velja fyrsta hópinn fyrir undankeppni HM en hann var tilkynntur í hádeginu í dag.

„Það var ekkert smá erfitt að velja þennan hóp, ég var með einhvern 20 manna aukalista og Ómar (Smárason, samskiptastjóri KSÍ) var búinn að gera 70 manna lista. Við búum við þá blessun í dag að það er gríðarlega mikið magn af leikmönnum sem eru að spila margar mínútur og eru að spila virkilega vel. Það var erfitt að velja þetta," sagði Arnar.

Meiðsli voru ekki að trufla valið mikið og Arnar var lengi að setja hópinn saman.

„Ég var mjög lengi að velja þennan hóp. Þú ert alltaf að fylgjast með. Í síðasta glugga voru fjórir hægrir bakverðir og enginn af þeim var að spila. Í þessum glugga eru þeir allir að spila og að gera mjög góða hluti. Það er dæmi um hausverkinn sem við stöndum fyrir."

„Við búum líka við þann lúxus að það eru margir framherjar að gera mjög góða hluti. Við erum að fá Orra (Stein Óskarsson) til baka en hann var ekki með í síðasta hóp. Hann er okkar fyrirliði og það er gleðiefni að fá hann sterkan inn aftur. Við erum með endalaust magn af góðum leikmönnum að gera góða hluti. Þú ert kannski 95 prósent klár og svo læturðu leiki lokahelgarinnar líða og sérð hverjir eru klárir. Svo ýtirðu á 'enter' og ert sáttur."

Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið iðinn við kolann í Noregi og Arnar var spurður hvort að hann væri nálægt hópnum.

„Stefán Ingi er að nálgast þetta. Hann, Binni og Ísak sem er kominn yfir til Danmerkur. Binni Willums er búinn að gera geggjað mót fyrir Groningen og var að skora geggjað mark gegn PSV. Hann er skemmtilega hrokafullur á jákvæðan hátt. Þeir eru hluti af þessum lista sem eru gríðarlega nálægt því að komast í þetta. Því miður eru þetta 24 leikmenn og sumir þurfa að bíta í það súra epli að sitja hjá," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner