Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, gagnrýndi þrjá leikmenn liðsins sérstaklega eftir nauman sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en frammistaðan hefur alls ekki verið sannfærandi. Í gær misstu þeir niður tveggja marka forystu gegn tíu leikmönnum Newcastle og voru mun lakari aðilinn.
Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en frammistaðan hefur alls ekki verið sannfærandi. Í gær misstu þeir niður tveggja marka forystu gegn tíu leikmönnum Newcastle og voru mun lakari aðilinn.
„(Milos) Kerkez hefur byrjað feril sinn hjá Liverpool mjög illa," sagði Carragher en vinstri bakvörðurinn var keyptur frá Bournemouth í sumar. Hann hefur litið illa út í fyrstu tveimur leikjunum.
Það sama má segja um Ibrahima Konate og Mohamed Salah, og jafnvel fleiri.
„Mo Salah og Ibrahima Konate hafa líka byrjað mjög illa. Konate hefur verið út um allt."
Athugasemdir