
Dango Ouattara mætir sínum fyrrum liðsfélögum úr Bournemouth skömmu eftir félagaskiptin til Brentford.
Það er nóg um að vera í enska deildabikarnum í kvöld þar sem ýmis félög úr úrvalsdeildinni mæta til leiks.
Það eru tveir gífurlega áhugaverðir úrvalsdeildarslagir á dagskrá þar sem einu félögin í efstu deild sem byrja á W mætast klukkan 18:30.
Wolves tekur þar á móti West Ham í áhugaverðum slag tveggja félaga sem spáð er í fallbaráttu á úrvalsdeildartímabilinu.
Bournemouth fær svo Brentford í heimsókn stundarfjórðungi eftir upphafsflautið í Wolverhampton. Þar er um annan gífurlega áhugaverðan slag að ræða þar sem tvö af spennandi liðum síðustu leiktíðar eigast við, en þau eru bæði búin að missa algjöra lykilmenn úr sínum röðum í sumar.
Brentford er búið að missa þjálfarann Thomas Frank til Tottenham, en auk hans hafa Bryan Mbeumo og Christian Nörgaard verið seldir og þá vill Yoane Wissa ólmur skipta yfir til Newcastle.
Til samanburðar er Bournemouth búið að missa miðverði til Real Madrid og PSG, auk þess að hafa selt Dango Ouattara og Milos Kerkez til andstæðinga sinna í ensku úrvalsdeildinni. Það eru rúmlega 190 milljónir punda sem komu inn í kassann hjá Bournemouth fyrir þessa fjóra leikmenn.
Nýliðar Burnley, Sunderland og Leeds United mæta einnig til leiks í kvöld og þá eru nokkur Íslendingalið sem eiga leiki.
Leikir kvöldsins
18:00 Reading - Wimbledon
18:30 Cambridge United - Charlton Athletic
18:30 Wolves - West Ham
18:45 Accrington Stanley - Doncaster Rovers
18:45 Barnsley - Rotherham
18:45 Birmingham - Port Vale
18:45 Bournemouth - Brentford
18:45 Bromley - Wycombe
18:45 Burnley - Derby County
18:45 Burton - Lincoln City
18:45 Cardiff City - Cheltenham Town
18:45 Millwall - Coventry
18:45 Norwich - Southampton
18:45 Preston NE - Wrexham
18:45 Stoke City - Bradford
18:45 Sunderland - Huddersfield
18:45 Swansea - Plymouth
18:45 Wigan - Stockport
19:00 Sheff Wed - Leeds
Athugasemdir