Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert í bikarúrslit - Davíð Snær með stoðsendingu í sigri
Hólmbert er kominn í bikarúrslit með Gwangju!
Hólmbert er kominn í bikarúrslit með Gwangju!
Mynd: Gwangju FC
Íslendingalið Álasunds og Odd eru komin áfram í 32-liða úrslit norska bikarsins. Hólmbert Aron Friðjónsson er þá kominn með Gwangju í úrslit suður-kóreska bikarsins.

Davíð Snær Jóhannsson lagði upp fyrra mark Álasunds í 2-1 sigri á Stjordals Blink.

Hann og Ólafur Guðmundsson byrjuðu báðir hjá Álasundi.

Hinrik Harðarson kom inn af bekknum hjá Odd sem vann C-deildarliði Strommen naumlega í vítakeppni.

Framherjinn tók þriðja víti Odd í vítakeppninni, en markvörður Strommen sá við honum. Odd skoraði úr hinum fjórum vítunum á meðan Strommen klikkaði á tveimur vítum.

Odd því komið áfram í næstu umferð bikarsins.

Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Gwangju FC sem vann Bucheon FC, 2-1, í bikarkeppninni í Suður-Kóreu og hjálpaði liði sínu að komast í bikarúrslit.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn áður en hann fór af velli.

Gwangju vann einvígið samanlagt, 4-1, og mætir Jeonbuk í úrslitum 6. desember næstkomandi.
Athugasemdir
banner