Rúben Amorim hefur ekki náð merkilegum árangri með Manchester United til þessa.
Sigurhlutfall hans er í raun sláandi miðað við fyrrum stjóra Man Utd.
Sigurhlutfall hans er í raun sláandi miðað við fyrrum stjóra Man Utd.
Frá því að Sir Alex Ferguson hætti þá hefur engum tekist að koma United aftur á toppinn. Allir stjórarnir hafa þó verið í kringum 50 prósent sigurhlutfall en Amorim er ekki nálægt því.
Sigurhlutfall stjóra Man Utd eftir að Sir Alex hætti:
1. Jose Mourinho - 53,8 prósent
2. Erik ten Hag - 51,8 prósent
3. Ole Gunnar Solskjær - 51,4 prósent
4. Louis van Gaal - 51,3 prósent
5. David Moyes - 50 prósent
6. Ralf Rangnick - 41,7 prósent
7. Rúben Amorim - 24,1 prósent
Einungis er um leiki í ensku úrvalsdeildinni að ræða en Amorim hefur unnið sjö af 29 leikjum sínum við stjórnvölinn.
Athugasemdir