Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Liverpool sungu um Isak
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var gríðarlega mikill hávaði á áhorfendapöllunum þegar Newcastle United og Liverpool áttust við í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Það heyrðist mikið í stuðningsmönnum beggja liða en áhagendur Liverpool voru háværari í upphafi síðari hálfleiks. Þá var staðan 0-2 fyrir gestunum og aðeins tíu leikmenn eftir inni á vellinum í liði heimamanna í Newcastle.

Stuðningsmenn Liverpool tóku þá að syngja um sænska framherjann Alexander Isak, sem var ekki í hóp hjá Newcastle í kvöld. Isak vill skipta yfir til Liverpool og hefur neitað að spila með Newcastle þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu.

Newcastle hafnaði 110 milljón punda tilboði frá Liverpool fyrir Isak í sumar enda er hér um að ræða einn af bestu framherjum ensku úrvalsdeildarinnar, sem hefði líklegast skorað miðað við öll færin sem sköpuðust í þessum leik gegn Liverpool í kvöld.

Framtíð Isak hefur verið gríðarlega mikið í umræðunni síðustu vikur og þá sérstaklega síðustu daga, enda styttist í að félagaskiptaglugginn loki. Fátt annað heldur en Alexander Isak komst að í undirbúningi fjölmiðla fyrir viðureign kvöldsins.

Þess vegna tóku stuðningsmenn Liverpool upp á því að syngja lag um Isak þegar þeir voru tveimur mörkum yfir og manni fleiri. „Isak hefur rétt fyrir sér, þið eruð ömurlegir," sungu stuðningsmenn Liverpool, enda ríma línurnar á ensku: 'Isak's right, you're fucking shite'.

Þá voru bolir seldir fyrir utan St. James' Park þar sem Isak er sagður vera rotta. Ættarnafnið 'Isak' er á bolunum, í sömu litum og IKEA merkið fræga frá Svíþjóð.

Þá fæst gefins eldspýtustokkur með kaupum á bolnum.

"Isak is a rat" shirts are being sold outside St. James Park ahead of the Liverpool-Newcastle game
byu/oklolzzzzs insoccer


Newcastle fans unveil banner: ‘Nothing is achieved alone. We are a city, a whole population. We are Newcastle United.’
byu/ChiefLeef22 insoccer

Athugasemdir
banner
banner