Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska deildabikarnum: Mainoo, Onana og Sesko byrja hjá Man Utd
Benjamin Sesko byrjar sinn fyrsta leik með Man Utd
Benjamin Sesko byrjar sinn fyrsta leik með Man Utd
Mynd: Manchester United
Fjórir leikir eru á dagskrá í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld en Manchester United heimsækir meðal annars Jason Daða Svanþórsson og félaga í Grimsby Town klukkan 19:00.

Everton tekur á móti Mansfield á Hill Dicksinson-leikvanginum í Liverpool-borg klukkan 18:45 á meðan Fulham mætir Bristol City á Craven Cottage og þá spilar Oxford við Brighton á sama tíma.

Klukkan 19:00 mætast síðan Grimsby og Man Utd. André Onana snýr aftur í markið og þá byrjar Benjamin Sesko sinn fyrsta leik fyrir félagið. Kobbie Mainoo, Ayden Heaven, Tyler Fredricson og Harry Maguire eru einnig í liðinu.

Alls gerir Amorim átta breytingar frá síðasta deildarleik. Jason Daði er enn frá vegna meiðsla og því ekki með Grimsby í kvöld.

Lið Man Utd gegn Grimsby: Onana, Fredricson, Maguire, Heaven, Dalot, Ugarte, Mainoo, Dorgu, Amad, Cunha, Sesko

Lið Everton gegn Mansfield: Travers, Coleman, Mykolenko, Tarkowski, Keane, Garner, Armstrong, Alcaraz, McNeil, Grealish, Barry.

Lið Fulham gegn Bristol City: Lecomte, Castagne, Diop, Cuenca, Sessegnon, Reed, Cairney, Wilson, Smith Rowe, Traore, Jimenez.

Lið Brighton gegn Oxford: Ingram, Long, Moore, Spencer, Currie, Vaulks, Brannagan, Phillips, Placheta, Mills, M Harris.


Athugasemdir
banner