Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. september 2020 20:43
Aksentije Milisic
Ítalía: Ronaldo jafnaði í tvígang gegn Roma
Ronaldo fagnar í kvöld.
Ronaldo fagnar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 2 Juventus
1-0 Jordan Veretout ('31 , víti)
1-1 Cristiano Ronaldo ('44 , víti)
2-1 Jordan Veretout ('45 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('69 )
Rautt spjald: Adrien Rabiot, Juventus ('62)

Roma fékk Juventus í heimsókn í kvöldleiknum á Ítalíu og úr varð hörku leikur.

Fyrstu tvö mörk leiksins komu af vítapunktinum. Jordan Veretout skoraði á 31. mínútu en Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik.

Veretout skoraði hins vegar einungis mínútu eftir að Ronaldo jafnaði og staðan því 2-1 fyrir heimamenn þegar flautað var til leikhlés.

Á 62. mínútu fékk Adrien Rabiot sitt annað gula spjald og gestirnir þurftu því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Þeim tókst samt að jafna leikinn og að sjálfsögðu var það Ronaldo sem skoraði. Hann skallaði þá knöttinn inn eftir sendingu frá Danilo.

Jafntefli því niðurstaðan í Róm og er Juventus með fjögur stig eftir tvo leiki en Roma er með eitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner