Keppni í 2. deild kvenna er lokið og ljóst er að Fram stendur uppi sem sigurvegari. Þjálfarar liðsins, þau Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson eru gestir Heimavallarins að þessu sinni en þau ræða sumarið og deildina sem hefur aldrei verið betri. Þá rýna gestirnir einnig í Meistaradeildarbaráttuna sem er framundan. Þátturinn er að sjálfsögðu í boði Orku Náttúrunnar, Heklu og Dominos.
Á meðal efnis:
- Gull í fyrstu tilraun
- Var Heimavallarupptaka upphafið af ævintýri sumarsins?
- Spáð 7.sæti en vinna deildina
- Dominos-spurningin er lúmsk og teygir sig út á Nes
- Nýja fyrirkomulagið og framhaldið
- Gestirnir ræða leikmenn sem komu á óvart og voru 100% ON í sumar
- Sárt á Húsavík
- Höfðinglegar móttökur fyrir austan
- Bannað að hætta kempa!
- Magnaðar Valskonur eiga góðan séns í Prag
Aníta Ýr þarf ekki að hita upp
- Eins gott að Silfurskeiðin mæti
- Heklurnar eiga stóran þátt í árangrinum
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir