Phil Jones, fyrrum varnarmaður Manchester United, langar að verða yfirmaður fótboltamála í framtíðinni og hefur þegar hafið nám hjá viðskiptaskóla PFA.
Jones yfirgaf Manchester United í sumar eftir að hafa verið á mála hjá félaginu í tólf ár.
Miðvörðurinn lék 229 leiki fyrir United og skoraði 6 mörk.
Hann fór frá United eftir að samningur hans rann út í sumar og nú hefst nú ný vegferð hjá Englendingnum.
Jones er sestur á skólabekk og hefur nú hafið nám við viðskiptaskóla PFA [leikmannasamtök Bretlandseyja], en hann stefnir að því að gerast yfirmaður fótboltamála.
Þá vinnur hann einnig að því að klára A-þjálfararéttindi sín hjá Manchester United og kveðst spenntur fyrir framtíðinni.
Start of a new journey. Great to begin the global football sport directorship course with the PFA business school, learning new things about the game, whilst also continuing to push ahead with my A licence and badges at the club that gave me so much.
— Phil Jones (@PhilJones4) September 26, 2023
Excited to get started. pic.twitter.com/a1SATTx4TP
Athugasemdir