Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 27. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Jones sest á skólabekk
Mynd: EPA
Phil Jones, fyrrum varnarmaður Manchester United, langar að verða yfirmaður fótboltamála í framtíðinni og hefur þegar hafið nám hjá viðskiptaskóla PFA.

Jones yfirgaf Manchester United í sumar eftir að hafa verið á mála hjá félaginu í tólf ár.

Miðvörðurinn lék 229 leiki fyrir United og skoraði 6 mörk.

Hann fór frá United eftir að samningur hans rann út í sumar og nú hefst nú ný vegferð hjá Englendingnum.

Jones er sestur á skólabekk og hefur nú hafið nám við viðskiptaskóla PFA [leikmannasamtök Bretlandseyja], en hann stefnir að því að gerast yfirmaður fótboltamála.

Þá vinnur hann einnig að því að klára A-þjálfararéttindi sín hjá Manchester United og kveðst spenntur fyrir framtíðinni.


Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner