Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Modric: Ég er orðinn of gamall fyrir Tottenham
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann er 35 ára gamall og óljóst hvort hann muni halda áfram að spila fyrir Spánarmeistarana eða róa á önnur mið.

Modric hefur verið í Madríd í rúmlega átta ár eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham sumarið 2012. Hann er goðsögn hjá félaginu og var fyrstur til að hljóta Gullknöttinn framyfir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Modric hefur verið orðaður við endurkomu til Tottenham þegar samningur hans rennur út. Hann gæti fetað í fótspor Gareth Bale sem er hjá Tottenham að láni þessa dagana. Hann segist þó vera orðinn alltof gamall til að snúa aftur til síns gamla félags.

„Ég er orðinn of gamall fyrir Tottenham. Ég á eitt ár eftir í Madríd og svo sjáum við til hvað gerist. Mér líður vel og ætla að halda áfram í fótbolta í nokkur ár. Eins og staðan er í dag er ég einbeittur að Madrid og því sem við getum afrekað á tímabilinu," sagði Modric sem er fagmaður frá toppi til táar.

„Eftir tímabilið mun ég setjast niður með stjórninni og ræða málin til að finna góða lausn fyrir alla. Ég hef myndað gott samband við alla innan félagsins og vil halda áfram að leggja mitt af mörkum."

Modric á 130 landsleiki að baki og náði í silfurverðlaun með Króatíu á HM 2018. Eitt af hans stærstu afrekum er að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum á fimm árum með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner