Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 27. október 2021 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Xavi reiðubúinn að taka við Barcelona
Spænski þjálfarinn Xavi Hernandez verður næsti þjálfari Barcelona en þetta fullyrðir Gerard Romero, einn helsti sérfræðingur Spánar um félagið. Fabrizio Romano tekur undir þessi orð.

Hollenski þjálfarinn Ronald Koeman var látinn taka poka sinn í kvöld eftir slæma byrjun á tímabilinu og er félagið því leit að nýjum þjálfara.

Xavi, sem er einn besti knattspyrnumaður í sögu Barcelona, hefur verið orðaður við starfið síðustu ár, en hafnaði tilboði frá félaginu í tvígang þar sem hann taldi sig ekki í stakk búinn til að taka við búinu.

Hann hefur þjálfað Al Sadd í Katar síðustu tvö ár eða frá því hann lagði skóna á hilluna en nú virðist hann klár í að taka við Börsungum.

Gerard Romero, blaðamaður hjá RAC1 og einn helsti sérfræðingurinn um Barcelona, segir það klappað og klárt að Xavi taki við liðinu og að stjórnin sé sammála um að hann sé rétti maðurinn til að koma því á rétta braut.

Fabrizio Romano tekur undir þessi orð og segir að Barcelona og Al Sadd séu í viðræðum um Xavi.
Athugasemdir
banner
banner