Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 27. október 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ekkert eðlilega vel. Mér hefur aldrei liðið jafn vel held ég bara, bara einstakt, geðveikt!“ sagði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Hvernig var aðdragandinn að leiknum fyrir Arnór persónulega?

Ég kom virkilega vel stemmdur inn í leikinn, það var góð tilfinning fyrir þessum leik alla vikuna. Þetta var skrifað í skýjin.

Arnór hefur stigið gífurlega mikið upp í sumar en hvernig hefur honum liðið í sumar?

Ég er virkilega ánægður með sumarið í heild sinni. Nýkominn inn í liðið í janúar, það tekur alltaf tíma að koma sér inn í byrjunarliðið og það var alltaf stefnan. Seinni parts tímabils fékk ég traustið og nýtti mér það. Heilt yfir er ég bara jákvæður og ánægður með mitt, ég reyndi að skila sem mestu sem ég gat til liðsins.

Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?

Mér leið ekkert eðlilega vel. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að allt tímabilið og þarna eigum við heima. Við eigum þetta svo sannarlega skilið og höfum verið langbesta liðið í þessari deild síðan í júní. Við höfum verið að sýna það í hverjum einasta leik. Við vinnum þennan leik hérna á þeirra heimavelli.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Eyþór Aron Wöhler, mætti í viðtalið og átti lokaspurninguna á Arnór. Hann spurði hvort saunan í Lágafellslaug hafi gert mikið fyrir Arnór.

Já. Ég, Brynjar, Vignir, Eyþór Aron Wöhler og fleiri góðir eru búnir að mæta í sauna í Lágafellslaug. Stórt shout á saununa í Lágó og kalda pottinn þar.“ sagði Arnór Gauti að lokum.

Nánar er rætt við Arnór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner