Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. október 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ekkert eðlilega vel. Mér hefur aldrei liðið jafn vel held ég bara, bara einstakt, geðveikt!“ sagði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Hvernig var aðdragandinn að leiknum fyrir Arnór persónulega?

Ég kom virkilega vel stemmdur inn í leikinn, það var góð tilfinning fyrir þessum leik alla vikuna. Þetta var skrifað í skýjin.

Arnór hefur stigið gífurlega mikið upp í sumar en hvernig hefur honum liðið í sumar?

Ég er virkilega ánægður með sumarið í heild sinni. Nýkominn inn í liðið í janúar, það tekur alltaf tíma að koma sér inn í byrjunarliðið og það var alltaf stefnan. Seinni parts tímabils fékk ég traustið og nýtti mér það. Heilt yfir er ég bara jákvæður og ánægður með mitt, ég reyndi að skila sem mestu sem ég gat til liðsins.

Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?

Mér leið ekkert eðlilega vel. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að allt tímabilið og þarna eigum við heima. Við eigum þetta svo sannarlega skilið og höfum verið langbesta liðið í þessari deild síðan í júní. Við höfum verið að sýna það í hverjum einasta leik. Við vinnum þennan leik hérna á þeirra heimavelli.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Eyþór Aron Wöhler, mætti í viðtalið og átti lokaspurninguna á Arnór. Hann spurði hvort saunan í Lágafellslaug hafi gert mikið fyrir Arnór.

Já. Ég, Brynjar, Vignir, Eyþór Aron Wöhler og fleiri góðir eru búnir að mæta í sauna í Lágafellslaug. Stórt shout á saununa í Lágó og kalda pottinn þar.“ sagði Arnór Gauti að lokum.

Nánar er rætt við Arnór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner