Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   lau 28. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Elísa spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Elísa Viðarsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, skaust á toppinn yfir spámennina í enska boltanum þegar hann fékk sjö rétta um síðustu helgi.

Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, spáir í leikina að þessu sinni en Ísland vann öflugan 3-1 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni EM í gær.



Crystal Palace 1 - 1 Newcastle (20:00 í kvöld)
Tvö lið að mætast sem hafa ekki verið á miklu flugi að undanförnu. CP nær að kreista fram jafntefli og erfiðleikar Newcastle á útivelli halda áfram.

Brighton 0 - 3 Liverpool (12:30 á morgun)
Liverpool eru með Brighton í vasanum því miður, erfiðleikar Brighton manna að múra fyrir markið heldur áfram og því verður þetta öruggur Liverpool sigur.

Manchester City 1 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
City koma til baka eftir afhroð síðustu helgar og taka sterkan 1-0 sigur. Leikurinn mun einkennast af góðum varnarleik beggja liða.

Everton 1 - 2 Leeds (17:30 á morgun)
Leeds elskar að spila á útivelli og Everton elskar að spila á heimavelli, þetta verður skemmtilegur leikur þar sem Leeds nær að knýja fram sigur á lokamínútum leiksins.

WBA 0 - 0 Sheffield United (20:00 á morgun)
Einn minnst sexy leikur helgarinnar að mínu mati, tvö lið sem eru lítið að skora og vinna fótboltaleiki. Steindautt markalaust jafntefli.

Southampton 1 - 2 Manchester United (14:00 á sunnudag)
Nú er kominn tími á mína menn að skína og fara að bjóða okkur upp á skemmtilegri fótbolta, en gegn fínu liði Southampton þá þarf góða frammistöðu til þess að knýja fram sigur sem þeir munu svo sannarlega gera og vinna sterkan útisigur.

Chelsea 1 - 0 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Mjög spennandi leikur, bæði lið hafa verið á fínu róli í deildinni og verið að spila árangursríkan fótbolta. Ég held að meiðsli Alderweireld geti haft áhrif á annars góðan varnarleik Tottenham í deildinni hingað til og því taki Chelsea sterkan heimasigur og Mourinho ekki til mikillar gleði.

Arsenal 1 - 0 Wolves (19:15 á sunnudag)
Arsenal eru ekki búnir að vera sannfærandi upp á síðkastið og verða hreinlega að sækja 3 stig úr þessum leik. Segjum að Rúnar Alex komi í markið og þeir haldi hreinu á móti fínu liði Wolves.

Leicester 2 - 0 Fulham (17:30 á mánudag)
Öruggur sigur Leicester á Fulham, lítið um leikinn að segja annað en það.

West Ham 2 - 1 Aston Villa (20:00 á mánudag)
Ég held að þetta geti orðið skemmtilegur leikur þar sem West Ham heldur uppteknum hætti og tekur sterkan heimasigur.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner