Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   mán 27. nóvember 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir blés á kjaftasögu en á þó auðvelt með að ná í þann fljótasta í sögunni
Usain Bolt.
Usain Bolt.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina þar sem hann fór um víðan völl.

Hann var meðal annars spurður út í kjaftasögu um að hann hefði farið á rúntinn með Usain Bolt um Bretlandseyjar. Samkvæmt sögunni hafi þeir verið þar saman að reyna að sannfæra leikmenn sem eiga ættir að rekja til Jamaíku að spila fyrir þjóðina.

Það er mikill fjöldi leikmanna á Englandi sem eiga ættir að rekja til Jamaíku.

„Nei, það er ekki satt," sagði Heimir er hann var spurður út í söguna.

Bolt er fljótasti maður sögunnar en hann hefur oft lýst því yfir að draumur sinn sé að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann er mikill fótboltaáhugamaður og fylgist vel með. Hann mætir á alla landsleiki Jamaíku.

Hann hefur komið á æfingar hjá okkur og kemur á alla leiki. Hann er góður vinur leikmanna í liðinu. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta," sagði Heimir.

„Ég veit að ef ég þarf á honum að halda, þá get ég beðið hann um hjálp. Ef ég vil taka rúnt með honum á Englandi, þá gæti ég það. Ég á mjög auðvelt með að ná í hann."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner