Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vongóðir um að Mainoo haldi sig við England
Mynd: Getty Images
Kobbie Mainoo var í byrjunarliði Manchester United gegn Everton í gær og átti flottan leik á miðjunni. Þessi átján ára miðjumaður kom við sögu í þremur leikjum með United á síðasta tímabili og var í gær að leika sinn fyrsta tímabil á þessu tímabili.

Hann meiddist á undirbúningstímabilinu sem hélt honum frá vellinum.

Mainoo er fæddur í Stockport á Englandi og hefur leikið með U17-U19 landsliðum Englands. Hann lék t.a.m. með enska U19 landsliðinu gegn því íslenska í milliriðli fyrir EM þar sem Ísland fór eftirminnilega áfram. Hann gæti þó valið að spila fyrir Gana í framtíðinni.

Daily Mail fjallar um það í dag að menn hjá enska samnbandinu séu vongóðir að Mainoo muni velja að spila fyrir England frekar en Gana.

Declan Rice, Jude Bellingham, Kalvin Phillips og Jordan Henderson eru þeir miðjumenn sem Gareth Southgate hefur valið í undanfarna hópa. Mainoo hefur ekki spilað með U21 landsliðinu til þessa en líklegt er að hann fari fljótlega inn í þann hóp og í kjölfarið, ef hann spilar vel, upp í A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner