„Liverpool getur ekki beðið eftir því spila leikinn gegn Manchester City. Þegar þú ert á svona skriði í bæði deild- og Meistaradeild þá vildu bara halda áfram að spila,“ sagði enski spekingurinn Gary Cahill, eftir 2-0 sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.
Liverpool er í fantaformi á fyrsta tímabili Arne Slot hjá félaginu en það hefur aðeins tapað einum leik síðan hann tók við stjórnartaumnum af Jürgen Klopp.
Liðið er með átta stiga forystu í toppsæti ensku deildarinnar og hefur þá unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni.
„Það verður hlátur og mikið grín á æfingunni á morgun og get ég alveg ímyndað mér hversu gott andrúmsloft er í hópnum.“
Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City á Anfield á sunnudag en liðið á möguleika á því að ná ellefu stiga forystu á lærisveina Pep Guardiola.
„Á Anfield, í stöðunni sem þeir eru í, að mæta brothættu Man City liði á þessu augnabliki. Þeir verða spenntir fyrir því og trúlega geta þeir ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Cahill.
Athugasemdir