Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Efnilegir bræður frá Hveragerði orðaðir við Stjörnuna
Markús Andri.
Markús Andri.
Mynd: Hamar
Í Hamri, sem spilar í 4. deild, eru tveir efnilegir leikmenn sem félög í Bestu deildinni hafa augastað á. Þeir eru orðaðir við Stjörnuna og fleiri félög.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu þeir færa sig um set í vetur og fara báðir frá Hamri. Samningar þeirra renna út í lok árs.

Markús Andri Daníelsson Martin þykir gríðarlegt efni en hann er fæddur árið 2010. Eldri bróðir hans, Ísak Sindri, er fæddur árið 2008.

Markús kom við sögu í 15 leikjum í 4. deild í sumar og hefur þegar spilað fjórtán leiki með yngri landsliðunum, þar af fimm með U17.

Bræðurnir voru á meðal fjögurra Hvergerðinga sem fóru til æfinga hjá norska félaginu Sandefjord fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner