Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. janúar 2021 11:50
Elvar Geir Magnússon
Björn Bergmann of dýr fyrir Molde?
Viðræður eru í gangi milli Lilleström og Molde en ekki hefur verið gert formlegt tilboð í Björn Bergmann.
Viðræður eru í gangi milli Lilleström og Molde en ekki hefur verið gert formlegt tilboð í Björn Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullyrt var í norskum fjölmiðlum í gær að sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson væri að ganga í raðir Molde.

Þrátt fyrir að vilji sé hjá báðum aðilum er málið þó ekki einfalt. Ole Erik Stavrum, framkvæmdastjóri Molde, segir í viðtali við VG að mögulega sé Íslendingurinn of dýr fyrir félagið.

Björn er samningsbundinn Lilleström út árið og er verðmiðinn á honum hærri en Molde gerði ráð fyrir.

„Ég fékk tilboð sem ég gat ekki sagt nei við. Félögin eru að ná samkomulagi um skiptin," sagði Björn Bergmann í gær en hann hefur náð munnlegu samkomulagi við Molde um samning.

Viðræður eru í gangi milli Lilleström og Molde en ekki hefur verið gert formlegt tilboð í leikmanninn.

Björn Bergmann hjálpaði Lilleström að komast upp í úrvalsdeildina í fyrra en hann þekkir vel til hjá Molde enda lék hann fyrir liðið við góðan orðstír 2014-2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner